mánudagur, september 24, 2007
Meiddur....
laugardagur, september 08, 2007
10000 / 39:05:45
Ég sá það í blaði allra landsmanna fyrir tilviljun að Meistaramót Íslands í 5000 metra hlaupi kvenna og 10000 metra hlaupi karla færi fram í dag. Þar sem ég tek sjálfan mig ekki of hátíðlega ákvað ég að láta slag standa. Ég sleppti því laugardagsæfingu hlaupahópsins í dag. Ég hef reyndar skrópað nánast í allt sumar, þannig að ekki er ólíkleg búið sé afskrifa mig. Kannski verður slátrað alikálfi þegar týndi sonurinn mætir.
Þegar ég kom á Kópavogsvöll hitti ég þar fyrir Stein Jóhannsson, sem ætlaði að keppa þrátt fyrir óhagstætt veður. Það var nefninlega hellirigning og frískleg gola. Ég bar mig vel og sagði að mér þætti gaman að hlaupa í rigningu. Heldur var þáttakan dræm í kvennahlaupinu. Ein kona mætt, hver önnur en Eva Einarsdóttir. Hún vann náttúrulega hlaupið með glæsibrag á tímanum 19:52. Til hamingju með það, það er tímaspursmál hvenær hún mölvar 40 mínútna múrinn í 10 K.
Ég var aldursforseti í hlaupinu, sá eini í aldursflokknum 40 - 44 ára. Ég ákvað strax að hlaupa mitt hlaup óháð því hvað aðrir gerðu. Ég rak því lestina allt hlaupið, enda hefði ég sprungið á þriðja eða fjórða hring hefði ég reynt að fylgja ungviðinu eftir. Stefnan var tekin á að fara undir 39 mínútur. Metnaðarfullt markmið ef veður og slæleg ástundun er tekin með í reikninginn. Hraðinn var stilltur á 90 sekúntur á hring og hélt ég því í 2,5 kílómetra. Það slokknaði á hlaupaúrinu mínu eftir 1,5 km. En Björn Margeirsson var liðlegur í að öskra á mig tímana á tveggja kílómetra fresti. Þeir voru sem hér segir.
2 km - 7:30; 4 km - 15:20; 6 km - 23:17; 8 km - 31:13; 10 km - 39:06
Þetta var gaman þrátt fyrir að markmiðið næðist ekki.
miðvikudagur, ágúst 29, 2007
New York, New York
Í New York skoðuðum við m.a. American Museum of Natural History, Empire State bygginguna, NBC, Rockefeller Center, Frelsisstyttuna, Ellis Island, World Trade Center reitinn og Kínahverfið. Við fórum á söngleikinn Spamalot, sem er byggður á hugmyndum frá Monty Python hópnum. Það er skemmst frá því að segja að það var mjög skemmtilegt.
Á föstudeginum tókum við bílaleigubíl og keyrðum sem leið lá til Kingston í NY fylki. Þetta er smábær 100 kílómetra fyrir norðan New York borg, og var víst um tíma höfuðborg fylkisins árið 1777 (sú fyrsta). Tónleikarnir voru haldnir í lítilli kirkju og voru þeir tvískiptir. Í fyrri hluta þeirra stóð hann einn á svið með kassagítar að vopni. Phil notar mikið tækni sem kallast á ensku looping, sem byggist á því að hann tekur upp stef og byggir síðan ofan á það öðrum stefum. Þannig getur hann verið eins manns hljómsveit. Eftir hlé stigu á stokk bassaleikarinn Toni Levin og trymbillinn Jerry Marcotta. Þeir félagar eru ef til vill frægastir fyrir að spila reglulega með Peter Gabriel, og spiluðu þeir meðal annars á því víðfræga lagi Sledge Hammer.
Phil bað náðarsamlegast um að fá að spila á nýja gítarinn hans Björns. og varð hann góðfúslega við þeirri bón, það var ekki leiðinlegt og fékk gítarinn góða dóma hjá meistaranum.
Hvað varðar hlaupaiðkun, þá var hún hófleg. Ég reimaði fjórum sinnum á mig skóna. Fyrsta skiptið fórum við Björn saman upp í Central Park, Björn fékk einhver eymsli í hné, þannig að skokkið var styttra en til stóð. Í Kingston tók ég hraða 6 kílómetra. Að lokum hljóp ég 9,7 km hring í Central park tvisvar sinnum. Fyrra skiptið í 30 stiga hita og seinna skiptið í 20 stigum. Seinna skiptið var mun þægilegra en hið fyrra. Tempóið var þokkalegt eða c.a. 4:10-4:15 min/km.
Sumarið er tíminn...
Við fjölskyldan gerðum víðreist í fríinu. Fimm nætur að Hólum í Hjaltadal, skoðuðum þar meðal annars Síldarminjasafnið, Vesturfarasetrið, Hólastað, Skagann, Kántríbæ og gengum upp í Gvendarskál svo eitthvað sé tínt til. Þarna náði ég 2 snörpum sprettum
Eftir þetta fórum við suður Kjöl í Kirkjulækjarkot þar sem við vorum 4 nætur í góðu yfirlæti. Frekar lítið hlaupið, en náði þó að sperra mig einu sinni hraða 8 kílómetra.
Leiðin lá svo í Skaftafell 3 nætur, einn sprettur þar upp að Svínafellsjökli og til baka 13 kílómetrar söfnuðust þar í sarpinn. Í Skaftafelli skoðuðum við Svartafoss og bræður hans, gengum áleiðis inn í Morsárdal og sandinn til baka.
Veðurspáin var ótrygg, en við ákváðum samt að skella okkur á Höfn, þar sem við undum tvær nætur og jafn marga daga. Ég tók 5 yassóa á nýju tartaninu, en unglingalandsmótið var haldið þarna helgina áður. Á Höfn hittum við fyrir vinnufélaga minn hann Jón Garðar, og áttum við saman notalega kvöldstund í pallhýsinu hans.
Heim var haldið þar sem veðurspáin var frekar köld og blaut á NA landi. Heima var veður frábært og náðum við að þvo þvotta og mála einn skjólvegg áður en við héldum norður heiðar í brúðkaup Páls og Ingibjargar. Páll þessi er bróðir Guðfinnu. Einn 21 kílómetra heiðmerkurtúr .
Til Akureyrar var haldið á miðvikudagsmorgni, Guðfinna fór í skólann meðan við hin í fjölskyldunni undum okkur við aðra hluti. Ég náði að jogga 16 kílómetra hring vítt og breitt um sunnanverðan Akureyrarbæ. Það hafði góð áhrif á matarlistina mína. Á fimmtudegi héldum við sem ekki lærðum til berja í Hörgárdal, þar voru væn ber sem voru etin með stæl um kvöldið.
Að öðru leyti var ekki hlaupið fyrir norðan, en til gamans má geta að brúðkaupið tókst með eindæmum vel og voru allir sjálfum sér til sóma, jafnt brúðhjón sem aðrir veislugestir.
Á mánudag hljóp ég heim úr vinnu og hjólaði sömu leið í vinnu daginn eftir.
fimmtudagur, júlí 26, 2007
Hjólað og hlaupið en ekkert synt.
Sama sullið
mánudagur, júlí 23, 2007
Heiðmörkin heimsótt
föstudagur, júlí 20, 2007
44 - 16081
Í gærkveldi hljóp ég mitt síðasta hlaup .... 43 ára, ég ákvað að fara niður í Kaplakrika og taka eitt 3 kílómetra test. Þegar þangað var komið var einhver fótboltaleikur í gangi og þurfti ég að bíða í 20 mínútur eftir að komast á tartanið. Það var í lagi þar sem hlýtt var í veðri og gaman að horfa á unga fríska menn eigast við á knattspyrnuvellinum. Ég fékk að sjá þrjú mörk, þar af eitt víti og meira að segja einn brottrekstur á síðustu sekúndu leiksins, en þá höfðu Haukar skallað boltann í netið hjá ÍH mönnum við lítinn fögnuð markmanns þeirra. Það endaði með því að sá þurfti að yfirgefa völlinn.
Þegar leikmennhöfðu yfirgefið völlinn læddist ég á völlinn og tók mín 3 kílómetra á vaxtandi tempói eða 3:42, 3:40; 3:35 samtals 10:57. Þetta er ágætt miðað við stopula ástundun. Hún horfir vonandi til betri vegar núna í framhaldinu.
mánudagur, júlí 16, 2007
Sveitin mín
Á sunnudeginum fórum við lengri leiðina heim og heimsóttum sveitina mína. Sveitin mín er nánar tiltekið að Kolsholti í Flóahreppi (áður Villingaholtshreppi). Þar býr föðursystir mín og var ég þar í sveit á sumrin sem barn og unglingur. Það má segja að þar hafi ég verið alinn upp að hluta. Börn í dag fara á mis við þessa lífsreynslu og er það miður. Við fengum að sjá nýfædda kettlinga, heimalninga og náttúrulega beljur. Góð helgi að baki og vinnuvikan framundan.
Síðasta vika var þokkaleg hlaupavika 31 kílómetri.
fimmtudagur, júlí 12, 2007
Grænn kostur
Ég kláraði fyrri umferðina á vegginn í gærkvöldi og ætla að klára dæmið í kvöld.
þriðjudagur, júlí 10, 2007
Þetta er allt að koma...
laugardagur, júlí 07, 2007
Landsmótshlaupið - 39:07
miðvikudagur, júlí 04, 2007
Maður hét Björn og var Pétursson...
Ættarmótið var haldið á Lýsuhóli í Staðarsveit og tókst með eindæmum vel. Þegar saman kemur frábært fólk í frábæru veðri og borða saman hvítlauks- rósmarínkryddað holulamb getur útkoman ekki verið annað en góð.
Ég frétti það um helgina að ég er víst þess vafasama heiðurs aðnjótandi að vera afkomandi Björns Péturssonar bónda að Öxl í Breiðuvík á Snæfellsnesi og konu hans Þórdísar Ólafsdóttur. Björn þessi er alræmdasta fjöldamorðingja íslandssögunnar og gegnir nafninu Axlar Björn. Hann var hengdur árið 1595 fyrir níu morð, en samsekri konu hans var þyrmt vegna þess að hún var kona eigi einsömul. Sonur þeirra Sveinn "skotti" reyndist einnig vera ógæfumaður og var hengdur hálfri öld seinna eða 1648. Hann eignaðist tvo syni, Gísla "hrók" og Halldór. Gísli fetaði í fótspor forfeðra sinna og endaði í gálganum. Áður en það gerðist eignaðist hann soninn Magnús, sem varð þeirra gæfu aðnjótandi að eignast ekki börn. Halldór komst hinsvegar ágætlega til manns og gerðist ærlegur bóndi í Eyjafirði og eignaðist heilbrigð börn að því best er vitað. Af honum er ég kominn ásamt 20000 öðrum íslendingum.
Meðal afkomenda Halldórs (og forfeðra minna) eru þeir Eiríkur Hallgrímsson (1773 -1843) og sonur hans Guðlaugur Eiríksson (1807 - 1895) sem voru annáluð hreystimenni. Bjuggu þeir á Steinkirkju í Fnjóskadal. Um Guðlaug var sagt að hann hafi verið "hið mesta hraustmenni og æru prýddur heiðursmaður". Guðlaugur þessi var langafi afa míns Aðalsteins Eiríkssonar, sem var að minnsta kosti "æru prýddur heiðursmaður" ef ekki hið fyrra líka.
föstudagur, júní 22, 2007
Allur að koma til
Tók 10 spretti og svo einn 400 metra í endann. Tímarnir talsvert betri en síðast allir á 2:51 eða 2:52 nema sá 9. var á 2:54 og 10 á 2:49. 400 metra spretturinn var farinn á 77 sekúntum, enda farið að draga af gamla manninum þegar hér var komið við sögu. Í fyrramálið skunda ég á skagann með yngsta soninn og horfi á hann iðka boltaspark. Mikil tillhlökkun á mínum bæ.
þriðjudagur, júní 19, 2007
Skokkað heim....
Í tilefni kvenréttindadagsins er rétt að óska konum til hamingju með daginn. Heldur fannst mér vera lítil stemming á Austurvelli þegar ég lagði af stað heim á leið. Hugsanlega voru þarna 50 - 70 manns (kvenns ??) með Kristínu Ástgeirsdóttur við gjallarhornið. Það vekur upp spurningar hvort jafnréttistbaráttan sé á einhverjum villigötum. Mín skoðun er ekki fastmótuð, en í mínum huga er jafnrétti það að allir fái sömu tækifæri óháð kyni, litarhafti eða trú. Á því eru þó augljósar undantekningar, t.d. kæmist ég seint í kvennakór, og heldur væri það ankannalegt ef múslími væri vígður prestur hinnar evangelísku lúthersku kirkju. Reynar grunar mig að þar innanborðs séu einhverjir trúleysingjar.
sunnudagur, júní 17, 2007
Gullpabbi Garðabæjar
Dagurinn var hefðbundinn, skrúðganga, lúðrasveit, fjallkona, hoppukastalar og kvenfélagskaffi. Við Björn kíktum á gospeltónleika í Hellisgerði seinnipartinn. Það var ágætis skemmtun, en rennslið hefði mátt vera betra. Strákarnir okkar sáu mér fyrir örlitlum hjartsláttartruflunum undir lok leiksins, en Serbarnir voru lagðir að velli með minnsta mun.
laugardagur, júní 16, 2007
Heiðmörk í strekkingsvindi.
fimmtudagur, júní 14, 2007
Tíu og hálfur Yasso
Í hlaupahópinn bættust við tveir nýjir meðlimir, þau heita Anna og Árni. Ég gleymi þeim nöfnum líklega ekki því ég á tvö börn sem bera þessi fallegu nöfn. Í dag var Yasso dagur. Ég hljóp 10 slíka spretti og manaði svo Guðmund í einn 400 metra sprett í lokin (Gísli... má það ?). Tímarnir á sprettunum voru: 2:57, 2:59, 2:55, 2:54, 2:55, 2:55, 2:54, 2:56, 2:56, 2:53. Ég var kominn í netta endorfín vímu á síðasta spretti og reyndist hann mér í raun léttastur svo einkennilega sem það hljómar. 400 metra spretturinn var á 73 sek. Flesta sprettina hljóp ég á negatífu splitti, ég gaf örlítið í síðustu 200 metrana. Samtals voru hlaupnir 18 kílómetrar í dag.
Mér fann mig vel í dag. Ég hef þá trú að taka þátt í tveimur 10 kílómetra keppnishlaupum með viku millibili gerir mér gott. Nú er bara að missa ekki dampinn og ná amk. 4 æfingum á viku í sumar, þar af tveim með mikill ákefð, eina langa og eina til tvær léttar og þægilegar.
mánudagur, júní 11, 2007
Rykkir á Álftanesi
laugardagur, júní 09, 2007
Húsasmiðjuhlaupið 39:15
Sjálfur hljóp ég kílómetrana 10 á 39:15, sem er besti tími minn í mörg ár. Byrjaði að elta Þórólf og tókst það fram á 3. kílómetra, en þá seig hann framúr mér. 50 metrum fyrir aftan mig var Ívar Auðunn og hélst sá munur allt hlaupið. Þetta hélt mér við efnið og ég ætlaði ekki að láta hann komast of nálægt mér. Það tókst sem betur fer og kláraði ég hlaupið með nokkuð örugga forystu á hann. Nú er mánuður í næsta 10 kílómetra hlaup og þá vonast ég til að bæta þennan tíma talsvert. Í mínum villtustu draumum fer ég undir 38:00. Millitímarnir voru annars sem hér segir:
1. 3:37 3:37
2. 3:49 7:26
3. 4:01 11:27
4. 4:13 15:40
5. 4:26 20:06
6. 4:05 24:11
7. 3:49 28:00
8. 3:33 31:33
9. 3:46 35:19
10. 3:56 39:15
miðvikudagur, júní 06, 2007
Rok
Mér finnst vera komið nóg af roki og rigningu í bili. Stefnan er tekin á Húsasmiðjuhlaupið næstkomandi laugardag.
sunnudagur, júní 03, 2007
Sunnudagstúrinn
39:59
3:44, 3:42, 4:04, 4:12, 4:14, 3:57, 3:59, 3:59, 4:20, 3:50.
Framkvæmd hlaupsins var frábær og eiga Laugaskokkarar þakkir skildar.
Ég er sáttur miðað við veður og slælega ástundun síðustu vikna.
miðvikudagur, maí 30, 2007
Er gaman að horfa á málningu þorna ?
Vegna þessa hefur lítið verið hlaupið, ég fór þó á brettið á föstudag og hljóp 7 kílómetra. Byrjaði á 3 kílómetra upphitun, tók síðan 3 kílóetra á 3:30 - 3:40 tempói og skokkaði svo niður 1 kílómtetra. Vikan sú gerði sig því á 25 kílómetra, sem er full lítið fyrir minn smekk.
Í gærkveldi reimaði ég á mig hlaupaskóna og skeiðaði niður í krika. Tók þar 5x1000 metra með 200 metra rólegu joggi og mínútu hvíld. Tímarnir ekkert til að hrópa húrra fyrir. Tímarnir voru 3:39, 3:34, 3:33, 3:32 og 3:31. Samtals 12 kílómetrar lagðir að baki.
þriðjudagur, maí 22, 2007
Annaðhvort er maður að þessu eða ekki...
Að öðru og léttvægara. Ný stjórn er fædd. Það var léttara yfirbragð á Samfylkingarmönnum. Sumir Sjálfstæðismenn voru glaðir, en aðrir minna glaðir. Glaðastir voru þeir fjandvinir Björn Bjarna og Guðlaugur Þór. Súrust voru Sturla og stelpurnar. Ég er á þeirri skoðun að Geir hafi guggnað á að afsetja Björn og skipa Guðfinnu í hans stað. Þar kemur tvennt til, í fyrsta stað er erfitt að stugga við Engeyjarættinni og í annan stað hefði verið erfitt að láta Björn fara vegna þess að þá hefði þessi ríkisstjórn átt erfitt með að skafa af sér baugsstimpilinn sem framsókn hefur klínt á hana. Björn B getur því þakkað Hreini Loftssyni öðrum mönnum fremur framlengt líf í ráðherrastóli. Mér líst annars vel á stjórnina og vona að hún vinni af heilindum landi og þjóð til heilla.
laugardagur, maí 12, 2007
Langur Laugardagur
1. Kíkja í kosningakaffi Sjálfstæðismanna
2. Fara niður í bæ að skoða risessuna
3. Kjósa rétt
4. Snæða síðbít
5. Horfa á austur-evrovision og kosningasjónvarpið. Sukka í snakki og gosi á meðan
Að gersamlega í aðra sálma þá er hér spá mín um kosninganiðurstöður:
B: 10%
D: 37%
F: 6%
I: 4%
S: 26%
V: 17%
Sjálfstæðismenn og Samfylking mynda stjórn eftir að stjórnarmyndunarviðræður kaffibandalagsins fara út um þúfur vegna prinsippfestu VG.
Nú er bara að sjá hvernig þetta gengur eftir
fimmtudagur, maí 10, 2007
Yasso á fallegum vordegi
Ég var léttklæddur, en þó vel innan siðsemismarka. Ég fékk félaga í Yasso sprettunum, Jason fylgdi mér 7 spretti, en Helge 3. Þetta eru menn sem ættu að geta farið 10 km undir 40 fyrir sumarlok ef þeir æfa eins og menn. Mig grunar reyndar að Jason sé tilbúinn til þess núna. Það er mikill munur að hafa einhvern á sama tempói á svona æfingum. Samtals 17,5 kílómetrar í dag.
Sprettirnir voru sem hér segir (hvíldarskokktíminn í sviga)
1. 2:59 (2:52)
2. 3:00 (2:52)
3. 2:57 (2:48)
4. 2:56 (2:52)
5. 2:55 (2:58)
6. 2:54 (2:47)
7. 2:54 (3:11)
8. 2:59 (2:45)
9. 2:59 (2:43)
10. 2:55
Síðan tók ég einn 400 metra sprett í lokin á 1:23 upp á grínið (because I can ;).
Mér leið vel allan tímann og var aldrei alveg að klára mig. Ég er því mjög ánægður með formið á mér þessa dagana og hef ekki komið eins vel undan vetri í 10 ár.
Svo vil ég að endingu leggja það til að við hættum þáttöku okkar í Evróvision. Þetta er eitt stórt samsæri sem við fáum því miður ekki að taka þátt í.
þriðjudagur, maí 08, 2007
Hver vegur að heiman er vegurinn heim
föstudagur, maí 04, 2007
Icelandair hlaupið...
þriðjudagur, maí 01, 2007
Hlaupið til heiðurs hinum vinnandi stéttum
Árni stóð sig eins og hetja og hljóp þessa átjánhundruð metra á 9:44, ekki illa af sér vikið hjá 7 ára snáða. Undirritaður hljóp 10 km og sóttist ferðin greitt fyrri hlutann. Fystu 2 km voru hlaupnir á 7:03, en þá fór að draga af mér, enda hef ég verið of latur við löngu hlaupin. Tíminn við 5 km markið var rétt rúmar 19 mínútur. Bakaleiðin var erfið, því hún var mest á brattann og heldur á móti vindi en hitt. Vindurinn var vaxandi er leið á hlaupið og bísna erfiður mér (og öðrum) á áttunda og níunda kílómetranum, beint í fangið og leiðin upp í móti.
Ég sá það fljótlega upp úr miðju hlaupi að tíminn yrði ekkert til að hrópa húrra fyrir og dró ég því heldur úr ákefðinni seinustu þrjá kílómetrana. Heildartíminn var c.a. 40:49 og er ég nokkuð sáttur miðað við aðstæður og form.
föstudagur, apríl 27, 2007
Gæðaæfing á fimmtudegi
- 2:58 / 2:12
- 3:03 / 2:19
- 2:59 / 2:33
- 3:02 / 2:23
- 3:03 / 2:36
- 3:07 / 3:18
- 3:13 / 2:47
- 3:06 /
Ég var mjög þreyttur eftir þetta og lá eins og slytti allt kvöldið uppi í sófa. Ég þarf greinilega að fara að taka löngu helgarhlaupin af meiri alvöru. Ég fann ekkert fyrir verk í fæti, sem eru góðar fréttir.
þriðjudagur, apríl 24, 2007
Lognið hlær svo dátt í Hafnarfiði
sunnudagur, apríl 22, 2007
Ekkert skjól af jökli...
Ég hafði hugsað mér gott til glóðarinnar að komast út að hlaupa um miðjan dag þegar langt hlé var á milli leikja. Þetta reyndust tálvonir, því við misstum einn liðsmanninn í meiðsl og því þurfti að sinna af ábyrgð. Meiðslin reyndust ekki alvarleg og varð hann keppnishæfur á sunnudeginum.
Ég komst þó út um kvöldið eftir æsispennandi úrslitaleik í 2. flokki karla, þar sem HK menn sigruðu KA menn í æsispennandi viðureign. Skjólið sem ég vonaðist til að jökullinn veitti var ekkert, því vindáttin var stíf NA átt með úrkomu og sjávarroki. Kílómetrarnir urðu 12 í þetta sinn.
Vikan er því uppá 51 km samtals.
föstudagur, apríl 20, 2007
Sumargjöfin í ár
Líklega hef ég endað í 25 sæti í heildina og því fimmta í aldursflokki.
Björn sonur minn er að fara að keppa í blaki um helgina í Ólafsvík. Ég fer með sem liðsstjóri. Ég tek hlaupaskóna með og skokka í skjóli jökuls.
þriðjudagur, apríl 17, 2007
Rólegheit
Brekkur bæta
mánudagur, apríl 16, 2007
Leti og páskaeggjaát
Annars er skýrsla frá síðustu færslu á þessa leið:
- Mánudagur 2. apríl: Við Bjössi fórum á hlaupabretti í Ásgarði. Ég byrjaði á brekkuprógrammi. Ég var eitthvað illa fyrir kallaður, en harkaði þetta samt af mér. Samtals 9 km
- Þriðjudagur 3. apríl: Skokkaði með hópnum 9 km. Var slæmur í fætinum seinni hlutan af hlaupinu, þótt ekki væri hratt farið.
- 4 - 14 apríl: Hvíld og páskaeggjaát.
- Sunnudagur 15. apríl: Komið nóg af hvíld og tími til að reyna á fótinn. Tók 6 Yassó spretti í Kaplakrika. Tempóið var stöðugt þ.e. 3:00, 3:00, 3:01; 2:59, 2:59, 3:00. Ég er sáttur við það sérstaklega þegar haft er í huga að ég hef ekki hreyft mig í 12 daga og suðvestanáttin var nokkuð frískleg. Ég fann fyrir örlitlum verk í fætinum , en ekkert til að hafa stóráhyggjur af. 11 km í dag.
föstudagur, mars 30, 2007
Yasso á fimmtudegi
Ég hljóp 6x800 metra spretti á 3 mínútum sléttum með 400 metra joggi á 2 mínútum. Þetta gekk allt eftir og er ég bísna ánægður með það. Samkvæmt Yasso fræðunum á ég að geta hlaupið heilt maraþon á 3 klukkustundum ef ég klára 10 spretti á 3 mínútum. Síðasti spretturinn tók aðeins í, þannig að ég áætla að maraþon tími hjá mér sé c.a. 3:10 eins og staðan er í dag. Samtals voru hlaupnir 11 km í dag
miðvikudagur, mars 28, 2007
Enginn titill....
Í gær hitti ég skokkhópinn eftir langt hlé. Joggaði 9 km út á Álftanes
Í kvöld tók ég netta bretta æfingu. 2 km upphitun, 2,5 km á 3:40 tempói, 1,5 km á 4:00 og 1 á 3:50. Samtals 8 km í kvöld.
Ég varð einnig vitni að því að Stjarnan fékk deildarbikarinn í blaki.
miðvikudagur, mars 21, 2007
10 mílur á 70 mínútum
Það skal viðurkennt að ég er frekar lúinn núna og fæturnir eru eins og spítur. Það er krefjandi að hlaupa stöðuglega á steypu, þannig að ég ætla ekki að hlaupa neitt á morgun. Ætli ég prófi ekki stigvélina sem er hér niðri.
Eftir hlaupið sporðrenndi ég 400 gramma steik með léttbjórnum Budvizer.
þriðjudagur, mars 20, 2007
Fitubollurnar í vestri
Ekki hljóp ég maraþon um síðustu helgi eins og áætlað var. Síðasta vika fór í hálfgert slen og aumingjaskap. Það háði mér reyndar ekki í hinu daglega lífi, en þegar ég reyndi að hlaupa var ég slappur og þreklaust. Ég treysti mér því ekki til að hlaupa 42 kílómetrana. Það bíður betri tíma.
Ég fór hinsvegar 10 kílómetra í dag. Þar af 3 kílómetra á keppnistempói, eða á tímanum 10:23. Hér rétt hjá hótelinu er ríflega 500 metra stígur, sem liggur í kring um snotra tjörn með gosbrunni. Mér leið ágætlega allan tímann og hefði getað farið þetta hraðar. Kannski maður komist undir 10 mínútur í sumar.
Ameríkanar eru holdug þjóð, svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Ég er eins og títuprjónn innan um allar bollurnar. Kaninn kjagar út úr bílunum sínum inn á veitingastaðina og úðar í sig 'juicy' steikum og meðlæti. Steikur undir 200 grömmum flokkast sem forréttur á þeim bæ. Á námskeiðinu er einnig séð dyggilega til þess að allir fái nóg að borða. Þar eru á boðstólnum sætabrauð, hnetusmjörsstangir, snakkpokar, gosdrykkir, smákökur og annað sætmeti.
mánudagur, mars 12, 2007
Helgin....
Í morgun fann ég örlítið fyrir verk í jarkanum, en ekkert til að hafa stóráhyggjur af.
föstudagur, mars 09, 2007
Powerade#6
miðvikudagur, mars 07, 2007
Sjósund nei takk
laugardagur, mars 03, 2007
Lengsta hlaup æfinnar....
Vikuskammturinn er 51 km.
föstudagur, mars 02, 2007
Á réttri braut....
Tímarnir reyndust sem hér segir:
------ Tími min/km
- 200 00:33 2:45
- 400 01:19 3:18
- 600 02:05 3:28
- 800 02:50 3:33
- 1000 03:38 3:38
- 800 02:50 3:33
- 600 02:03 3:25
- 400 01:14 3:05
- 200 00:33 2:45
Eins og glöggir lesendur sjá er ég hraðari í seinni hlutanum, ástæðan er sú að ég sparaði mig í fyrri hlutanum, því ég var ekki viss um formið. Það reyndist betra en ég ætlaði og kýldi ég soldið meira á það. En ég neita því ekki að síðustu 200 metrarnir tóku meira í en þeir fyrstu.
Þetta reyndist hin mesta gæðaæfing og 11 km er afrakstur dagsins. Viktin stóð í 68 kg eins og venjulega. Það ætlar að ganga hægt að flísa þessi 3 kg af mér :(
þriðjudagur, febrúar 27, 2007
Þriðjudagur til þrautar
- Upphitun 3 km
- Hraðaleikur 6,5 km:
1 km rólegt
1 km hratt (tempó <3:30)
1 km rólegt
1 km hratt (tempó <3:30)
1 km rólegt
1 km vaxandi hraði (4:30 - 4:00)
0,5 km rólegt
Ég var eitthvað illa fyrir kallaður til að byrja með, en hresstist þegar á leið. Ég er ekki ennþá dauður úr öllum æðum. Viktin er nokkuð stöðug í 68 kg.
laugardagur, febrúar 24, 2007
Þreyttur og slappur á Laugardegi
föstudagur, febrúar 23, 2007
Nútíminn er trunta....
Skammtur kvöldsins var tæpir 7 km, sem samanstóð af 2 km upphitun á 5:00 tempói, brekkupýramída (3,4 km) og hröðum 1,2 km. Ég var ekki eins sprækur og síðast þegar ég tók þessa æfingu og hægði á mér um miðbik. Sennilega sitja hlaup helgarinnar enn í mér.
þriðjudagur, febrúar 20, 2007
Sprengidagur
sunnudagur, febrúar 18, 2007
Meistaramót öldunga innanhúss....
400: Ég sparaði mig í 400 metrunum, og hljóp fyrri hringinn í 400 metrunum frekar afslappað, Seinni hringurinn var tekinn á meira trukki. Mér leið vel allan tímann og hef á tilfinningunni að ég geti hlaupið auðveldlega niður á 60 sek.
3000: Ég tók forystu strax og hélt henni fyrst um sinn, Starri nokkur Heiðmarsson (sem ku vera hálfbróðir þeirra Margeirsbræðra skv. öruggum heimildum) andaði allan tímann ofan í hálsmálið á mér og tók framúr mér um miðbik hlaups. Ég reyndi að líma mig á hann, en hann jók forystuna um 1-2 metra á hring. 400 metrarnir sátu verulega í mér og mér leist ekki á blikuna þegar 3 hringir voru eftir, orðinn lúinn og nett sýrður. Hvattur áfram af félaga Steini og Jóhanni Ingibergs minnkaði ég bilið örlítið á næst síðasta hring og þegar 200 metrar voru eftir fann ég auka orku, gaf allt í botn og hljóp fram úr keppinaut mínum þegar 150 metrar voru eftir. Starri átti ekki svar við þessu og endaði c.a. 3 sekúntum á eftir mér.
Ég er mjög sáttur við afraksturinn og kom sjálfum mér mest á óvart. Ég er bara rétt að byrja ;)
Halló Akureyri
Húsbóndinn komst tvisvar út að hlaupa.
Miðvikudagur: Tók sýruæfingu í kring um flugvöllinn í launhálku og norðan kalda. 5,1 km á 20 mínútum, samtals 11,3 km
Fimmtudagur: Brekkuæfing, 6x250 metrar á 1.03 - 1.16 sek. Brekkan var brött og ég er sáttur. Samtals 8,3 km
föstudagur, febrúar 09, 2007
Powerade #5
Veðrið var frábært, vægt frost og þéttur snjór á stígum. Ég hljóp án hálkugorma og reyndist það rétt ákvörðun, því snjórinn var stamur. Tempóið var nokkuð jafnt miðað við hvað brautin er hæðótt. Ég var sprækur framan af og var að mér sýndist í c.a. 10 sæti þegar 3 km voru að baki. Þá var þreytan aðeins farin að segja til sín og 3-4 jogguðu framúr mér á 4. kílómetra. Eftir það fór ég fram úr einum og einn fram úr mér. Rafveitubrekkan var erfið, en þó ekki eins og í fyrstu tveim hlaupunum, svo ég tali nú ekki um í fyrra. Trausti Valdimarsson dró verulega á mig í brekkunni svo ég þurfti að gefa vel í síðasta kílómetrann. Sem betur fer keyrði hann sig út í brekkunni, þannig að ég náði að hafa hann á síðustu 500 metrunum. Tíminn var 41:45 og meðaltempó því 4:11. Garmurinn var óvenju nákvæmur, og mældi hann vegalengdina 9,99 km. Það bar helst til tíðinda að félagi Þórólfur var á eftir mér, en mig grunar að hann hafi slegið slöku við æfingar eftir að hann gerðist pabbi.
þriðjudagur, febrúar 06, 2007
12 á þriðjudegi
mánudagur, febrúar 05, 2007
Ekkert mál
- Upphitun 2,8 km á 4:48 - 5:00 tempói. Púls 130 - 135 bpm
- Brekkupýramídi á erfiðleikastigi 10. 3,55 km púls 169 - 172 bpm
- 3,2 km hratt (12:30) byrjaði í 4:17 en jók hraðan fljótlega í 4:00 og 3:46. Púlsinn var stöðugur í 170 - 173 og ég leyfði mér að auka hraðan hressilega síðustu 500 metra. Hraðast fór ég 2:43 og fór létt með það.
- Rólegt jogg 300 m
Formið er á hraðri uppleið, en nú er verkefni næstu 2 mánaða að ná viktinni aðeins niður, því nú sýndi hún 68,2.
sunnudagur, febrúar 04, 2007
Þetta er allt að koma
Vikuskammturinn 57 kílómetrar og formið er á uppleið.
Nú ætla ég að gíra mig inn á Powerade hlaupið á fimmtudaginn, það þýðir væntanlega erfið en snörp æfing á mánudag og rólegt á þriðjudag með nokkrum stuttum hraðaaukningum.
fimmtudagur, febrúar 01, 2007
3 km á 10:55 !!
2 km frekar hröð upphitun (10:00)
3 km mjög hratt (10:55)
4 km á vaxandi hraða (18:55)
samtals: 9 km / 39:50
Mér leið vel allan tímann og fékk aldrei á tilfinninguna að ég væri að klára mig. Formið er því allt að koma og spennandi að sjá hvað kemur út úr powerade hlaupinu eftir viku.
Viktin er á réttri leið 66,95 kg.
miðvikudagur, janúar 31, 2007
Ég er brettatöffari
Ég komst ekki í hlaupahópinn á laugardaginn, en rolaðist 7 km á 40 mínútum á sunnudeginum. Tók tíkina með og var hún frekar leiðinleg þennan dag og nennti ekki að hlaupa. Ég þurfti því að draga greyið hálfpartinn á eftir mér. Það var rigningarúði og ég ekki í stuðinu.
Tók brekkupýramýdann í gærkveldi (3,36 km). Byrjaði á erfiðleikastigi 10 og hélt hann út í c.a. 9 mínútur og minnkaði þá hraðann hressilega, enda hallinn 14% og ég orðinn andstuttur. Jók þó aðeins við ferðina í lokin. Þegar ég held út 18 mínútur á 10 er ég orðinn nokkið góður held ég. Þessi æfing finnst mér hjálpa mér mikið í brekkuþoli. Að öðru leyti var þessi æfing 2 km upphitun og 2,6 km á vaxandi hraða, byrjaði í 13 km/klst og endaði í 18-20 km síðustu 200 metrana. Samtals 8 km. Viktin var jákvæð og sýndi 67,4 kg. Ég stend enn við að vera kominn niður í 64-65 kg í vor.
Í kvöld var hlaupinn stóri Garðabæjarhringurinn samtals 12 km á sléttum klukkutíma. Þetta ver negatíft splitt. Fyrri hluta leiðarinnar var ég samferða hlaupahópnum, en síðri hlutinn hljóp ég í kring um Ása hverfið og kláraði kílómetrana 12 á hitaveitustokknum. Það var launhált í kvöld.
Íslendingar féllu með sæmd í viðureign sinni við Danmörk í HM í handbolta. Miðað við höfðatölu þjóðanna unnum við hinsvegar stórsigur.
laugardagur, janúar 27, 2007
Fjör á föstudegi
þriðjudagur, janúar 23, 2007
Strákarnir okkar.....
Læddi mér á brettið eftir leikinn og tók brekkupýramídann. Byrjaði á erfiðleikastigi 10, en fann fljótt að ég var ekki í stuði í kvöld og þurfti að minnka hraðann í brattasta kaflanum. Náði þó að fara 3.35 km á þessum 18 mínútum og samtals 5 km þegar upphitun er meðtalin. Púlsinn var > 180 í 14 mínútur og telst þetta því vera góð sýruæfing. Viktin sýndi 68,5 og verð ég að fara að taka mig á til að koma henni niður í 65 fyrir maí eins og yfirlýst markmið er.
sunnudagur, janúar 21, 2007
13 - 10
fimmtudagur, janúar 18, 2007
Seint telst ég sundmaður góður...
sunnudagur, janúar 14, 2007
Gæðaæfing
föstudagur, janúar 12, 2007
44:20 í þæfingsfærð
Þetta var frábært hlaup og mjög góð tempóæfing.
þriðjudagur, janúar 09, 2007
Veikasti hlekkurinn
laugardagur, janúar 06, 2007
Langur laugardagur
Samtals hef ég því hlaupið 45 - 46 km í þessari viku.
fimmtudagur, janúar 04, 2007
Innipúki....
Í kvöld fór ég niður í Ásgarð og tók 7 km á brettinu, sem skiptist þannig:
- Upphitun - 2 km á 5:00 tempói
- Píramídinn 3,3 km á 18 mínútum á erfiðleikastigi 9 , reyndar jók ég hraðann talsvert um miðbik. Næst prófa ég erfiðleikastig 10.
- Hratt á 0% halla 2,7 km á 10 mínútum. Byrjaði á 4:00 og jók hraðann jafnt og þétt niður í 3:20.
Á milli setta fór ég í tækin og tók maga, brjóst og handleggi. Teygði vel í heita pottinum á eftir.
mánudagur, janúar 01, 2007
Uppgjör ársins
Árið sem er að ganga í garð er óskrifað blað, en ég stefni á að bæta besta árangur minn í 10 km götuhlaupi. 38:21 er tími sem er viðmiðið þetta árið. Það verða liðin 10 ár frá því að ég náði þessum árangri og er því viðeigandi að reyna að bæta það. Svo stefni ég á að fara niður á 1:24 í hálfu og debútera í heilu (ég gef ekki upp áætlaðan tíma).
Á elleftu stundu !!
Árið verður annars gert upp í sér pistli....