föstudagur, maí 04, 2007

Icelandair hlaupið...

Icelandair hlaupið var haldið í kvöld. Ég tók þátt í fyrsta skipti, veður var ágætt, hægviðri en svalt. Ég ákvað að hlaupa léttklæddur og reyndist það þjóðráð. Byrjaði bratt eins og venjulega, fljótlega fann ég að 1.maí hlaupið sat í mér og reyndi ég að stilla mig eftir því. Það gekk ágætlega að mestu, en rosalega var 6. kílómetrinn strembinn. Ég kláraði hlaupið á 27:05 sem gerir meðal tempó upp á 3:52. Þetta gerir 23. sæti í heildina og 8. í aldursflokku. Ég er nokkuð sáttur við það, en veit að ég á að geta talsvert betur en þetta, jafnvel farið niður á 26:30 á góðum degi eftir næga hvíld (og eins og 3 góðar laugardagsæfingar). Félagar mínir í skokkklúbb Garðabæjar fjölmenntu og voru sjálfum sér og sveitarfélagi til sóma.

Engin ummæli: