miðvikudagur, mars 09, 2005

Það brenna eldar

Nú eru allir orðnir vitlausir á fréttastofu RUV. Menn brigsla útvarpsráð og útvarpsstjóra um að láta annarleg (lesist pólitísk) sjónarmið ráða ákvörðun sinni um að mæla með og ráða Auðun Georg Ólafsson. Hvers á hann að gjalda !! Á hann að gjalda vináttu sinnar við Björn Inga Hrafnsson ?? Hvenær hefur vinátta verið talinn löstur. Vilja menn vinalausa menn í starfið.... spyr sá sem ekki veit. Og það að maðurinn sé framsóknarmaður gerir hann ekki óhæfann, þvert á móti. Það er kominn tími til að minnihlutahópar fái uppreisn æru í þessari stofnun. Erum við ekki öll orðin þreytt á að sjá þreitta, miðaldra hvíta karlmenn og konur vaða uppi með þröngsýnt (lesist vinstrisinnað) fréttamat. Það er kominn tími til að önnur sjónarmið fái að njóta sín. Það er ljóst að RUV veitir ekki af ferskum andblæ inn í það staða andrúm sem þar er. AGÓ er svo sannarlega ferskur blær, því hann hefur lítt komið að fréttamennsku. Hann er nánast hrein mey í því sambandi. Við getum alveg litið framhjá einhverjum bernskubrekum hjá Stöð 2 í því sambandi. Hann var nú einusinni bara krakki þá og þurfti aðeins að rasa út. Nú er honum farið að vaxa grön og er tilbúinn til að takast á við þau krefjandi verkefni sem bíða hans á nýjum vinnustað. Þar verður reynslan ekki að flækjast fyrir honum. Svo er alltaf gott að eiga vin í stað.

Annars er allt gott að frétta héðan úr Löngufit, við vorum að kaupa okkur nýjan bíl Hyundai Starex, og hugsum okkur gott til glóðarinnar í sumar. Þetta ku vera prýðis ferðabíll. Anna fór á sinfóníutónleika með skólanum í morgun og hafði gaman af. Árni er líka nýbúinn að fara. Björn er að fara að taka þátt í upplestrarkeppni í Garðaskóla á morgun og ætlar hann að lesa Borgarljóð eftir Tómas Guðmundsson.