fimmtudagur, apríl 17, 2008

Enginn er verri þótt hann svitni.

Skrapp í Ásgarð í gærmorgun. Hitaði upp 4 km og tók svo 18 mínúta pýramídaprógramm á level 9. Ég var frekar þreyttur og kraftlaus - ekki veit ég eftir hvað, en kláraði þetta samt. Endaði svo á 5 km á 5 mínútna tempói.

mánudagur, apríl 14, 2008

Bretti á sunnudegi

Ég tók þægilega á því í Ásgarði í gær. 11 kílómetrar á brettinu, sem inniélt 9 mínútna brekkuprógram, 30 mínútna fartlek og upphitun/niðurskokk. Ég fann ekki mikið fyrir eftirköstum Flóahlaupsins, enda stillti ég álaginu í hóf.

laugardagur, apríl 12, 2008

Fjör í flóanum

Ég ásamt Árna 8 ára syni mínum og Frosta vini hans og sálufélaga tókum þátt í Flóahlaupi Samhygðar í dag. Við vorum seinir fyrir og mættum ekki á staðinn fyrr en 5 mínútum fyrir hlaup. Ég hljóp því án upphitunar. Ég byrjaði bratt að venju á 3:42 en það dró fljótlega af mér og lullaði ég restina á c.a. 4:08 tempói. Síðasta kílómetrann hljóp ég á 3:48. Tíminn endaði í 40:22. Piltarnir stóðu sig eins og hetjur og hlupu kílómetrana 3 á 14:30. Veður var yndislegt og ég er sáttur við árangurinn. Nú er bara að skrölta undir 40 í næsta hlaupi. Eftir kaffihlaðborð var haldið í sund á Selfossi og átti ég þar notalegt pottspjall við aðra hlaupara. Nú er ég búinn að graðga í mig lambalæri. Frábær endir á góðum degi.

fimmtudagur, apríl 10, 2008

Rólegur æsingur

Tók 6x400 niðri í Kaplakrika. Fór þá á hóflegum hraða (1:28, 1:21; 1:20; 1:21; 1:20; 1:26) þar sem ég er að gæla við að fara austur fyrir fjall og taka þátt í Flóahlaupinu. Þar verður ekki stefnt á neinn sérstakan tíma heldur á góða tempóæfingu. Mér skilst að þar sé boðið upp á kaffihlaðborð og bíð ég spenntur eftir því.

Rólegheit

Þriðjudagshlaupið var mjög rólegt og þægilegt 10,5 km á klukkutíma. Mér leið mun betur en á Sunnudaginn var. Vinstri fóturinn er enn að stríða mér án þess að ég sé almennilega meiddur. Þetta finnst mér bagalegt, því ósjálfrátt hef ég tilhneygingu til að hlífa mér.... kannski er þetta merki um að skynsemin aukist með aldrinum.

mánudagur, apríl 07, 2008

Loksins loksins

Kári Steinn Karlsson bætti 32 ára gamalt met fyrrum nágranna míns Sigfúsar Jónssonar um rúmar 40 sekúntur nú um helgina. Þar með er næst lífseigasta íslandsmet í einstaklingsgreinum frjálsra íþrótta. Glæsilegur árangur hjá góðum dreng. Nú fara íslandsmetin í lengri hlaupunum að hríðfalla.

Ég hljóp ekkert út á laugardaginn, en tók stutta 10,5 kílómetra létttempóæfingu í gær. Byrjaði fyrstu 4 á 5:00 tempói, tók næstu 5 á vaxandi hraða 4:40 - 4:15 og síðusu 1,5 kílómetra á 5:00.
Ég var hálf þreyttur og gersamlega stemmingslaus.

fimmtudagur, apríl 03, 2008

Rokur

Garðabæjarhópurinn fjölmennti á rykkjaæfingu. Samtals voru teknir 10 rykkir, reyndar bættum við Grétar við einum undir lokin, þannig að þeir urðu 11 alls. Vegalengd á bilinu 100 - 500 metrar á að gizka, og tempóið mismunandi eftir því hvort farið var upp eða niður og með eða á móti vindi. Nú er ég lúinn....10,5 kílómetrar í höfn

miðvikudagur, apríl 02, 2008

Skapið er að skána

Ég tók mér góða hvíld á Sunnudag og Mánuda og sleikti sárin. Ég hef ákveðið að líta jákvæðum augum á aulaskapinn í mér á laugardaginn og líta svo á að ég hafi grætt einn kílómetra !!

Í gær mætti ég í hlaupahópinn og þar var farið rólega og yfirvegað 11 kílómetra á 5:10 tempói að jafnaði. Þægilegt hlaup og góður félagsskapur. Ég hjólaði í vinnuna í morgun og síðan heim á eftir. Ætli það losi ekki 20 kílómetra.
Nú fer ég að hlaupa meira útivið með hækkandi hita og sól. Næstu tvo mánuðu stefni ég á að hlaupa eins mörg götuhlaup og ég get. Þau hlaup sem ég stefni á eru:

12.04.2008 - Flóahlaup UMF Samhygðar
24.04.2008 - Víðavangshlaup ÍR
01.05.2008 - 1. maíhlaup Fjölnis og Olís
08.05.2008 - Icelandair hlaupið
17.05.2008 - Neshlaup TKS
29.05.2008 - Heilsuhlaup Laugaskokks og Landsbankans
07.06.2008 - Húsasmiðjuhlaupið

Þetta gera 7 hlaup á 9 vikum og ég geri ráð fyrir að ná allavega að hlaupa 5 af þessum hlaupum.
Draumurinn er að hlaupa 10 km undir 39 mín, 5 km undir 18:30 og icelandair hlaupið undir 26. Hvort hann rætist kemur í ljós síðar.