laugardagur, apríl 12, 2008
Fjör í flóanum
Ég ásamt Árna 8 ára syni mínum og Frosta vini hans og sálufélaga tókum þátt í Flóahlaupi Samhygðar í dag. Við vorum seinir fyrir og mættum ekki á staðinn fyrr en 5 mínútum fyrir hlaup. Ég hljóp því án upphitunar. Ég byrjaði bratt að venju á 3:42 en það dró fljótlega af mér og lullaði ég restina á c.a. 4:08 tempói. Síðasta kílómetrann hljóp ég á 3:48. Tíminn endaði í 40:22. Piltarnir stóðu sig eins og hetjur og hlupu kílómetrana 3 á 14:30. Veður var yndislegt og ég er sáttur við árangurinn. Nú er bara að skrölta undir 40 í næsta hlaupi. Eftir kaffihlaðborð var haldið í sund á Selfossi og átti ég þar notalegt pottspjall við aðra hlaupara. Nú er ég búinn að graðga í mig lambalæri. Frábær endir á góðum degi.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli