Kári Steinn Karlsson bætti 32 ára gamalt met fyrrum nágranna míns Sigfúsar Jónssonar um rúmar 40 sekúntur nú um helgina. Þar með er næst lífseigasta íslandsmet í einstaklingsgreinum frjálsra íþrótta. Glæsilegur árangur hjá góðum dreng. Nú fara íslandsmetin í lengri hlaupunum að hríðfalla.
Ég hljóp ekkert út á laugardaginn, en tók stutta 10,5 kílómetra létttempóæfingu í gær. Byrjaði fyrstu 4 á 5:00 tempói, tók næstu 5 á vaxandi hraða 4:40 - 4:15 og síðusu 1,5 kílómetra á 5:00.
Ég var hálf þreyttur og gersamlega stemmingslaus.
mánudagur, apríl 07, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli