mánudagur, apríl 07, 2008

Loksins loksins

Kári Steinn Karlsson bætti 32 ára gamalt met fyrrum nágranna míns Sigfúsar Jónssonar um rúmar 40 sekúntur nú um helgina. Þar með er næst lífseigasta íslandsmet í einstaklingsgreinum frjálsra íþrótta. Glæsilegur árangur hjá góðum dreng. Nú fara íslandsmetin í lengri hlaupunum að hríðfalla.

Ég hljóp ekkert út á laugardaginn, en tók stutta 10,5 kílómetra létttempóæfingu í gær. Byrjaði fyrstu 4 á 5:00 tempói, tók næstu 5 á vaxandi hraða 4:40 - 4:15 og síðusu 1,5 kílómetra á 5:00.
Ég var hálf þreyttur og gersamlega stemmingslaus.

Engin ummæli: