þriðjudagur, maí 31, 2005

Nú á að taka á því !!

Jæja, ég verð seint sakaður um að vera ofvirkur bloggari. En ég ætla nú að gera þar bragarbót á. Nú er ég farinn að skokka áftur eftir vetrarlangt hlé. Skólinn/vinnan/fjölskyldan er framar í forgangsröðinni. Skólinn er semsagt frá, nema hvað ég á eftir að taka við útskriftarskíteininu 11. júní. Ég ætla nú ekki að gera mikið úr því, kannski grilla aðeins fínni mat en venjulega.

Ég fjárfesti í forláta gps tæki fyrir hlaupara fyrir nokkrum vikum síðan. Græjan heitir Garmin 301 og er bæði hjartsláttarmælir og GPS tæki. Það eina sem vantar núna er að byggja MP3 spilara og þá er þetta orðið fínt. Annars hef ég aldrei komist upp á að hlaupa með músík í eyrunum. Mér finnst nefninlega gott að heyra ekki í tónlist þegar ég hleyp. Núna get ég semsagt fylgst með hvað ég hleyp langt og hratt og get ratað heim aftur ef ég tínist :)

Ég hef nú ekki hlaupið neitt sérstaklega oft eða langt þessar 4-5 vikur sem ég hef verið að gutla þetta. Þetta hafa verið þetta frá 15 til 35 km á viku, en nú á að gera bragarbót þar á. Í gær hljóp ég með Öskju upp að heiðmerkurhliðinu og heim aftur samtals 7 km, og í dag hljóp ég 12 km. Ég fór í Kaplakrika og tók 8x400 með 2 mínútna pásu, ég var að hlaupa þetta á rumlega 80 sek hvern sprett. Annars var garmurinn ekki mjög nákvæmur í kvöld. Hann hefur bætt c.a. 20 m við einhverja áfangana, þannig að tímarnir ættu að vera betri. Næst ætla ég að ýta sjálfur á 'lap' takkann. Annars var ég nokkuð hress, nema hvað vinstra lærið á mér er aðeins að stríða mér. Sennilega hef ég hlaupið aðeins of mikið á malbikinu í Elliðaárdalnum. Ofan á þetta hjólaði ég í og úr vinnu c.a. 40 mínútur total, þannig að í dag hef ég verið samtals í ríflega 2 tíma átaki og veitir ekki af því að viktin var frekar leiðinleg við mig í gær.