þriðjudagur, febrúar 27, 2007

Þriðjudagur til þrautar

Fór á brettið 9,5 km, og tók smá í lóðin.
  • Upphitun 3 km
  • Hraðaleikur 6,5 km:
    1 km rólegt
    1 km hratt (tempó <3:30)
    1 km rólegt
    1 km hratt (tempó <3:30)
    1 km rólegt
    1 km vaxandi hraði (4:30 - 4:00)
    0,5 km rólegt

Ég var eitthvað illa fyrir kallaður til að byrja með, en hresstist þegar á leið. Ég er ekki ennþá dauður úr öllum æðum. Viktin er nokkuð stöðug í 68 kg.

laugardagur, febrúar 24, 2007

Þreyttur og slappur á Laugardegi

Ég er ekki sjálfum mér líkur þessa dagana og var ég þungur á mér í dag. Rúmir 17 rólegir kílómetrar og ég var þreyttur allan tímann. Vonandi hristist þetta slen úr mér hið fyrsta. Markmið komandi viku er meiri svefn, hollari matur og meiri hreyfing.

föstudagur, febrúar 23, 2007

Nútíminn er trunta....

Nútímáþjóðfélag er drifið áfram af dugnaði, og er ég þar engin undantekning. Sökum anna í vinnu og einkalífi hefur hlaupahópurinn orðið að víkja um sinn. Ég vona þó að á því verði nú breyting. Ég hef notað aðstöðuna í íþróttamiðstöðinni okkar garðbæinga á kvöldin. Þar eru mjög góð hlaupabretti sem komast yfir 22 km/klst (sem er meira en heimsmetshraði í hálfu maraþoni).
Skammtur kvöldsins var tæpir 7 km, sem samanstóð af 2 km upphitun á 5:00 tempói, brekkupýramída (3,4 km) og hröðum 1,2 km. Ég var ekki eins sprækur og síðast þegar ég tók þessa æfingu og hægði á mér um miðbik. Sennilega sitja hlaup helgarinnar enn í mér.

þriðjudagur, febrúar 20, 2007

Sprengidagur

Át saltket og baunir í hádeginu og um kvöldið. Talsverður gæðamunur þar á, og var saltketið hér heima mun betra en mötuneytissaltketið (sem þó var með skásta móti). Skakklappaðist 7 km á brettinu í kvöld. Byrjaði á 3 rólegum kílómetrum (reyndar með góðum endaspretti síðustu 400 metrana). Kíkti aðeins í tækin og endaði svo á 4 kílómetrum með stigvaxtandi hraða (17:44). Náði að hlaupa úr mér verstu harðsperrurnar eftir átök sunnudagsins.

sunnudagur, febrúar 18, 2007

Meistaramót öldunga innanhúss....

Það datt í mig að taka þátt í Meistaramóti Öldunga í Laugardalshöllinni. Ég keypti forláta Adidas gaddaskó í Útilífi fyrir 2 vikum á spottprís og fannst tilvalið að vígja þá núna fyrr í dag. Upphaflega ætlaði ég bara að keppa í 3000 metra hlaupi, og stefna á að hlaupa á 10:30. Vegna áeggjan Steins Jóhannssonar lét ég líka vaða á 400 metrana, þrátt fyrir að aðeins væri 1 klst á milli hlaupa. Það er skemmst frá því að segja að ég hljóp fram úr mínum björtustu vonum. 400m/63,09 sek og 3km/10:24,33 sek er afrakstur dagsins.

400: Ég sparaði mig í 400 metrunum, og hljóp fyrri hringinn í 400 metrunum frekar afslappað, Seinni hringurinn var tekinn á meira trukki. Mér leið vel allan tímann og hef á tilfinningunni að ég geti hlaupið auðveldlega niður á 60 sek.
3000: Ég tók forystu strax og hélt henni fyrst um sinn, Starri nokkur Heiðmarsson (sem ku vera hálfbróðir þeirra Margeirsbræðra skv. öruggum heimildum) andaði allan tímann ofan í hálsmálið á mér og tók framúr mér um miðbik hlaups. Ég reyndi að líma mig á hann, en hann jók forystuna um 1-2 metra á hring. 400 metrarnir sátu verulega í mér og mér leist ekki á blikuna þegar 3 hringir voru eftir, orðinn lúinn og nett sýrður. Hvattur áfram af félaga Steini og Jóhanni Ingibergs minnkaði ég bilið örlítið á næst síðasta hring og þegar 200 metrar voru eftir fann ég auka orku, gaf allt í botn og hljóp fram úr keppinaut mínum þegar 150 metrar voru eftir. Starri átti ekki svar við þessu og endaði c.a. 3 sekúntum á eftir mér.

Ég er mjög sáttur við afraksturinn og kom sjálfum mér mest á óvart. Ég er bara rétt að byrja ;)

Halló Akureyri

Í síðustu viku varfjölskyldan í höfuðstað norðurlands í tilefni af vetrarfríi í Flataskóla. Fjölskyldan stundaði skíðaíþróttina frá mánudegi til fimmtudags 2 - 4 klst á dag. Allir tóku stórstígum framförum. Á föstudaginn var bálhvasst í Hlíðarfjalli og brugðum við okkur í lognið á Dalvík og skíðuðum í Böggvistaðafjalli í fyrsta, en ekki síðasta sinn. Snjór var nær enginn fyrir norðan og ef ekki væri búið að finna upp snjógerðarvélar væri fátt um fína drætti. Nú er talað um það af fullri alvöru að setja upp skíðalyftu á Kaldbak.

Húsbóndinn komst tvisvar út að hlaupa.

Miðvikudagur: Tók sýruæfingu í kring um flugvöllinn í launhálku og norðan kalda. 5,1 km á 20 mínútum, samtals 11,3 km
Fimmtudagur: Brekkuæfing, 6x250 metrar á 1.03 - 1.16 sek. Brekkan var brött og ég er sáttur. Samtals 8,3 km

föstudagur, febrúar 09, 2007

Powerade #5

Ég telfdi fjöltefli við páfann framan af degi, og var ekki viss um hvort ég kæmist í hlaupið. Það skánaði allt þegar leið að kveldi, svo ég ákvað að láta slag standa. Kom upp í Árbæjarlaug kl 19:50 og rétt náði að skrá mig og heilsa þeim sem vildu kannast við mig.
Veðrið var frábært, vægt frost og þéttur snjór á stígum. Ég hljóp án hálkugorma og reyndist það rétt ákvörðun, því snjórinn var stamur. Tempóið var nokkuð jafnt miðað við hvað brautin er hæðótt. Ég var sprækur framan af og var að mér sýndist í c.a. 10 sæti þegar 3 km voru að baki. Þá var þreytan aðeins farin að segja til sín og 3-4 jogguðu framúr mér á 4. kílómetra. Eftir það fór ég fram úr einum og einn fram úr mér. Rafveitubrekkan var erfið, en þó ekki eins og í fyrstu tveim hlaupunum, svo ég tali nú ekki um í fyrra. Trausti Valdimarsson dró verulega á mig í brekkunni svo ég þurfti að gefa vel í síðasta kílómetrann. Sem betur fer keyrði hann sig út í brekkunni, þannig að ég náði að hafa hann á síðustu 500 metrunum. Tíminn var 41:45 og meðaltempó því 4:11. Garmurinn var óvenju nákvæmur, og mældi hann vegalengdina 9,99 km. Það bar helst til tíðinda að félagi Þórólfur var á eftir mér, en mig grunar að hann hafi slegið slöku við æfingar eftir að hann gerðist pabbi.

þriðjudagur, febrúar 06, 2007

12 á þriðjudegi

Í dag hljóp ég samtals 12 rólega kílómetra. Ég var þreyttur í dag, líklega ávöxtur æfinga undanfarinna daga. Vonandi hristi ég þetta af mér fyrir fimmtudaginn. Ef ekki, þá verður bara að hafa það.

mánudagur, febrúar 05, 2007

Ekkert mál

Tók góða brettaæfingu í kvöld tæpa 10 km auk 300 metra sundspretts á eftir. Æfingin var sem hér segir:

  1. Upphitun 2,8 km á 4:48 - 5:00 tempói. Púls 130 - 135 bpm
  2. Brekkupýramídi á erfiðleikastigi 10. 3,55 km púls 169 - 172 bpm
  3. 3,2 km hratt (12:30) byrjaði í 4:17 en jók hraðan fljótlega í 4:00 og 3:46. Púlsinn var stöðugur í 170 - 173 og ég leyfði mér að auka hraðan hressilega síðustu 500 metra. Hraðast fór ég 2:43 og fór létt með það.
  4. Rólegt jogg 300 m

Formið er á hraðri uppleið, en nú er verkefni næstu 2 mánaða að ná viktinni aðeins niður, því nú sýndi hún 68,2.

sunnudagur, febrúar 04, 2007

Þetta er allt að koma

24 km á laugardagsmorgni á 5:06 meðaltempói. Snjór yfir öllu og stöku hríð, hiti um og undir frostmarki. Leiðin lá inn í Kópavog fyrir Kársnesið og upp Fossvogsdal og Elliðaárdal upp að stíflu. Hljóp síðan sömu leið til baka, nema hvað ég stytti mér leið í Kópavoginum. Þetta var tekið á negatífu splitti og voru síðustu 12 kílómetrarnir hlaupnir á c.a. 4:50 tempói.

Vikuskammturinn 57 kílómetrar og formið er á uppleið.

Nú ætla ég að gíra mig inn á Powerade hlaupið á fimmtudaginn, það þýðir væntanlega erfið en snörp æfing á mánudag og rólegt á þriðjudag með nokkrum stuttum hraðaaukningum.

fimmtudagur, febrúar 01, 2007

3 km á 10:55 !!

Í kvöld fór ég á bretti 9 km. Þetta var frekar áköf æfing, upphitun og niðurskokk frekar hratt með 3 km á miklum hraða, hélt 3:42 tempói allan tímann og bætti í síðustu 500 metrana.

2 km frekar hröð upphitun (10:00)
3 km mjög hratt (10:55)
4 km á vaxandi hraða (18:55)
samtals: 9 km / 39:50

Mér leið vel allan tímann og fékk aldrei á tilfinninguna að ég væri að klára mig. Formið er því allt að koma og spennandi að sjá hvað kemur út úr powerade hlaupinu eftir viku.

Viktin er á réttri leið 66,95 kg.