mánudagur, febrúar 05, 2007

Ekkert mál

Tók góða brettaæfingu í kvöld tæpa 10 km auk 300 metra sundspretts á eftir. Æfingin var sem hér segir:

  1. Upphitun 2,8 km á 4:48 - 5:00 tempói. Púls 130 - 135 bpm
  2. Brekkupýramídi á erfiðleikastigi 10. 3,55 km púls 169 - 172 bpm
  3. 3,2 km hratt (12:30) byrjaði í 4:17 en jók hraðan fljótlega í 4:00 og 3:46. Púlsinn var stöðugur í 170 - 173 og ég leyfði mér að auka hraðan hressilega síðustu 500 metra. Hraðast fór ég 2:43 og fór létt með það.
  4. Rólegt jogg 300 m

Formið er á hraðri uppleið, en nú er verkefni næstu 2 mánaða að ná viktinni aðeins niður, því nú sýndi hún 68,2.

Engin ummæli: