sunnudagur, febrúar 18, 2007

Halló Akureyri

Í síðustu viku varfjölskyldan í höfuðstað norðurlands í tilefni af vetrarfríi í Flataskóla. Fjölskyldan stundaði skíðaíþróttina frá mánudegi til fimmtudags 2 - 4 klst á dag. Allir tóku stórstígum framförum. Á föstudaginn var bálhvasst í Hlíðarfjalli og brugðum við okkur í lognið á Dalvík og skíðuðum í Böggvistaðafjalli í fyrsta, en ekki síðasta sinn. Snjór var nær enginn fyrir norðan og ef ekki væri búið að finna upp snjógerðarvélar væri fátt um fína drætti. Nú er talað um það af fullri alvöru að setja upp skíðalyftu á Kaldbak.

Húsbóndinn komst tvisvar út að hlaupa.

Miðvikudagur: Tók sýruæfingu í kring um flugvöllinn í launhálku og norðan kalda. 5,1 km á 20 mínútum, samtals 11,3 km
Fimmtudagur: Brekkuæfing, 6x250 metrar á 1.03 - 1.16 sek. Brekkan var brött og ég er sáttur. Samtals 8,3 km

Engin ummæli: