sunnudagur, febrúar 04, 2007

Þetta er allt að koma

24 km á laugardagsmorgni á 5:06 meðaltempói. Snjór yfir öllu og stöku hríð, hiti um og undir frostmarki. Leiðin lá inn í Kópavog fyrir Kársnesið og upp Fossvogsdal og Elliðaárdal upp að stíflu. Hljóp síðan sömu leið til baka, nema hvað ég stytti mér leið í Kópavoginum. Þetta var tekið á negatífu splitti og voru síðustu 12 kílómetrarnir hlaupnir á c.a. 4:50 tempói.

Vikuskammturinn 57 kílómetrar og formið er á uppleið.

Nú ætla ég að gíra mig inn á Powerade hlaupið á fimmtudaginn, það þýðir væntanlega erfið en snörp æfing á mánudag og rólegt á þriðjudag með nokkrum stuttum hraðaaukningum.

Engin ummæli: