fimmtudagur, febrúar 01, 2007

3 km á 10:55 !!

Í kvöld fór ég á bretti 9 km. Þetta var frekar áköf æfing, upphitun og niðurskokk frekar hratt með 3 km á miklum hraða, hélt 3:42 tempói allan tímann og bætti í síðustu 500 metrana.

2 km frekar hröð upphitun (10:00)
3 km mjög hratt (10:55)
4 km á vaxandi hraða (18:55)
samtals: 9 km / 39:50

Mér leið vel allan tímann og fékk aldrei á tilfinninguna að ég væri að klára mig. Formið er því allt að koma og spennandi að sjá hvað kemur út úr powerade hlaupinu eftir viku.

Viktin er á réttri leið 66,95 kg.

Engin ummæli: