miðvikudagur, janúar 31, 2007

Ég er brettatöffari

Síðasta vika var frekar klén, en þessi ætlar að verða skárri. Samtals hef ég lagt að baki 27 km og stefni á amk 60, með löngum laugardegi.

Ég komst ekki í hlaupahópinn á laugardaginn, en rolaðist 7 km á 40 mínútum á sunnudeginum. Tók tíkina með og var hún frekar leiðinleg þennan dag og nennti ekki að hlaupa. Ég þurfti því að draga greyið hálfpartinn á eftir mér. Það var rigningarúði og ég ekki í stuðinu.


Tók brekkupýramýdann í gærkveldi (3,36 km). Byrjaði á erfiðleikastigi 10 og hélt hann út í c.a. 9 mínútur og minnkaði þá hraðann hressilega, enda hallinn 14% og ég orðinn andstuttur. Jók þó aðeins við ferðina í lokin. Þegar ég held út 18 mínútur á 10 er ég orðinn nokkið góður held ég. Þessi æfing finnst mér hjálpa mér mikið í brekkuþoli. Að öðru leyti var þessi æfing 2 km upphitun og 2,6 km á vaxandi hraða, byrjaði í 13 km/klst og endaði í 18-20 km síðustu 200 metrana. Samtals 8 km. Viktin var jákvæð og sýndi 67,4 kg. Ég stend enn við að vera kominn niður í 64-65 kg í vor.

Í kvöld var hlaupinn stóri Garðabæjarhringurinn samtals 12 km á sléttum klukkutíma. Þetta ver negatíft splitt. Fyrri hluta leiðarinnar var ég samferða hlaupahópnum, en síðri hlutinn hljóp ég í kring um Ása hverfið og kláraði kílómetrana 12 á hitaveitustokknum. Það var launhált í kvöld.

Íslendingar féllu með sæmd í viðureign sinni við Danmörk í HM í handbolta. Miðað við höfðatölu þjóðanna unnum við hinsvegar stórsigur.

Engin ummæli: