föstudagur, janúar 12, 2007

44:20 í þæfingsfærð

Powerade fór fram í kvöld, 110 þáttakendur og stemmingin góð. Veður var ágætt, en eftir ríflega snjókomu dagsins var færið erfitt, hálkugormar voru málið. Ég byrjaði brattur, fullur sjálfstraust og hélt ágætum hraða mestallt hlaupið. Ég hengdi mig fljótlega aftan í Þórólf (nýbakaðan föður) og tókst furðanlega að halda í við hann. Rafveitubrekkan var tekin með trukki og fór ég fram úr Þórólfi, en efst í henni dó ég gersamlega og Þórólfur fór fram úr mér við annan mann (skynsamur maður Þórólfur). Ég staulaðist meðfram lóninu í mark.
Þetta var frábært hlaup og mjög góð tempóæfing.

Engin ummæli: