Langþráðu takmarki náð í gamlárshlaupi ÍR, 10 km voru farnir á undir 40 mínútum, nánar tiltekið 39:26. Aðstæður voru frábærar, logn og hiti við frostmark. Ég byrjaði hlaupið hratt og voru fyrstu 5 kílómetrarnir á 19:15. Það var launhált á Seltjarnarnesinu, þannig að það dró aðeins af mér á 6. kílómetra, en með góðri aðstoð Dags Egonssonar og spretti niður Tjarnagötuna tókst mér að ná takmarkinu.
Árið verður annars gert upp í sér pistli....
mánudagur, janúar 01, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli