fimmtudagur, desember 28, 2006

Litla kakóhlaupið og jólasteikur...

Það hefur lítið verið hlaupið á aðventunni af ýmsum orsökum. Tíðin hefur verið með eindæmum leiðinleg og einnig hefur verið nóg að gera í undirbúningi fyrir hátíðarnar.
22. des: Litla kakóhlaupið fór fram með viðhöfn og hlupum við 4,5 km um ljósum prýddar götur Garðabæjar. Jólatréð þeirra Hörpu og Engilberts var valið fallegasta jólatré bæjarins og segir í umsögn dómnefndar að þar sé á ferð látlaust, en fagurskapað tré sem nái vel þeirri lágstemmdu hátíðarstemmingu sem einkennir hin fyrstu jól á Betlehemsvöllum.
25.des: Ég vaknaði á undan öðrum fjölskyldumeðlimum og hljóp 10 kílómetra rólega. Frekar þungur á mér eftir veisluhöld undangenginna daga.
27. des: Hljóp rösklega heim úr vinnu með þéttan sunnanblæ í fangið. Kílómetrarnir 9,2 voru hlaupnir á 40:10. Ég var frekar þungur á mér og þreyttur
28. des: Hljóp í vinnu við svipaðar aðstæður og í gær, en vindurinn þó frekar í bakið, mjög þungur á mér og þurfti stundum að fara fetið í myrkrinu Síðustu 2 kílómetrarnir voru þó teknir með trukki og dýfu og náði ég að taka 9 km rétt undir 40 mínútur.

Nú er stefnan tekin á gamlárshlaupið og vonandi verða aðstæður góðar í þetta sinn...

Engin ummæli: