miðvikudagur, desember 13, 2006
Kapp frekar en forsjá
Ég held áfram að vera innilegukind. Tók góða brettaæfingu, þ.e. 2 km upphitun og 18 mínútna brekkuæfingu. Nú tók ég erfiðleikastig 8 og réð bærilega við það, kíldi hraðan meira að segja hressilega upp síðustu 3 mínúturnar, samtals 3 km þar. Að lokum tók ég einn hraðan kílómetra (vaxandi hraða) á 3:50. Endaði í 20 km/klst eða 3 min/km. Samtals 6 km í dag. Þetta er sennilega ekki skynsamlegt m.t.t. þess að powerade hlaup er á fimmtudaginn, en ég lít á powerade hlaupin sem tempóæfingar og þar sem ég hef ekki verið að Veðurspáin er hagstæð, hiti í kring um frostmark og hægur andvari. Vonandi verður færið sæmilegt, en hætt er við að það verði svellbunkar hér og þar.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli