fimmtudagur, desember 14, 2006

Powerade #3

Powerade hlaupið fór fram í kvöld í froststillu. Snjór og svell var á göngustígnum og færið því örlítið hált, þrátt fyrir að ég væri á hálkugormunum. Tíminn var svipaður og ég bjóst við 41:43. Ég lagði frekar rólega af stað eða á rétt rúmlega 4 mínútna tempói. Hlaupið var áreynslulítið, sem borgaði sig í rafveitubrekkunni, en þar tíndi ég upp einn. Þar áður hafði ég tekið fram úr tveim hlaupurum. Þetta er ánægjuleg tilbreyting, því yfirleitt hefur þetta verið á hinn veginn. Minnstu munaði reyndar að ég drægi Írisi Önnu uppi, en það munaði 10 metrum að það tækist.
Kuldinn reyndist mér erfiður ljár í þúfu, og það var ekki fyrr en á 5. kílómetra að ég fékk hitatilfinningu í fingurna. Í heild hljóp ég 13 km í kvöld og þriðjudagsæfingin sat lítið sem ekkert í mér.
Ég ætla að leggja áherslu á róleg og löng hlaup fram á þorrann, með stöku hlaupabrettasprettum.

Engin ummæli: