miðvikudagur, desember 06, 2006

Nútíminn er trunta

Ég hef lítið komist í hlaup að undanförnu. Kálfameiðslin síðan á fimmtudag sátu í mér á föstu- og laugardag, en núna er ég orðinn góður af þeim. Lennti í smá vinnutörn svo ég komst ekki í hlaupahópinn í gær, en fór þess í stað á hlaupabretti í Ásgarði um kvöldið. Ég var hálftíma á því og hljóp 6 km. Tók 18 mínútna brekkuprógram, þar sem hallinn fór upp í 14%. Ég var fullur sjálfstrausts og stillti erfiðleikastigið á 10 (af 12). Það reyndist allt of erfitt svo ég lækkaði hraðann. Ætli ég prófi ekki 8 næst. Eftir þetta tók ég 2,8 km á 4:12 tempói til að byrja með, en jók hraðann síðustu 500 metrana. Gott að slaka á í heita pottinum á eftir.

Engin ummæli: