fimmtudagur, nóvember 30, 2006
Góðar og slæmar fréttir
Fór á brettið í hádeginu, 5 km á 16 km/kls hraða allan tíma og max halla upp á 3%. Tíminn var 18:45. Púlsinn steig nokkuð jafnt og þétt upp í 180. Það er eitthvað annað en á mánudagskvöld þegar hann rauk upp á fyrstu 3 mínútunum á sama hraða og ég þurfti að hægja ferðina verulega. Þetta voru góðu fréttirnar. Slæmu fréttirnar eru þær að ég tognaði lítillega í kálfa eftir átökin. Líklega vegna þess að ég hitaði ekki nógu vel upp .... reyndar hitaði ég alls ekkert upp :D, því þetta átti að vera skyndiæfing. Kannski verð ég vitrari með hækkandi aldri. Ég verð vonandi orðinn góður á laugardaginn kemur.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli