sunnudagur, nóvember 19, 2006

Íþróttapabbi ársins....

Ekkert var hlaupið um helgina því ég var á þeytingi um stór-stór garðabæjarsvæðið með börnin mín á hin ýmsu íþróttamót. Helgin byrjaði klukkan 7 á laugardagsmorgunn þegar við Árni keyrðum til Keflavíkur á fótboltamót í 7. flokki. Það gekk vel, og sigruðu sinn riðil. Við feðgar fórum vígreifir heim. Þvínæst fór ég í Mosfellsbæjinn til að sjá Björn á Íslandsmótinu í blaki í 3. flokki. Og síðan lá leiðin til Selfoss þar sem Anna var að keppa í trompfimleikum. Ég rann í hlað kl 21:00. Dagurinn í dag byrjaði kl. 6:40, því fyrsti leikur Björns byrjaði kl 8. Færðin setti strik í reikninginn og þurfti ég að moka mig út úr innkeyrslunni. Það er mun skemmtilegra að sjá börnin sín svitna af áreynslu, en að gera það sjálfur.

Engin ummæli: