Á fimmtudaginn var gagn, þá hljóp ég heim úr vinnu á móti roki og regni, kílómetrarnir 10 voru farnir á 44:26 eða 4:25 tempói. Ég er sáttur við það því þetta var ekkert auðvelt. Um kveldið voru étin Svið að íslenskum sið.
Í dag var gaman, því veður var með besta móti. Fremur hlýtt í veðri, gola og tært loft eftir rigningu næturinnar. Dagsskammturinn var 17 km sem farinn var á tiltölulega jöfnum hraða, þó tók ég 3 góða rykki.
Vikan var 45,5 km. Ég er dulítið þreyttur í baki. Sennilega vegna þess að nú eru meiri hlaup á malbiki en áður og ég tók 3 hraðar æfingar í vikunni. Næsta vika verður rólegri, nema í Powerade að sjálfsögðu.
Ég skipti skónum sem ég keypti hjá Daníel í Afreksvörum og fékk 1060 skóna. Hinir voru eitthvað að angra mig og þessir eru mun betri. Þjónustan var til fyrirmyndar og þarna versla ég aftur.
laugardagur, nóvember 04, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli