laugardagur, nóvember 04, 2006

Gagn og gaman

Á fimmtudaginn var gagn, þá hljóp ég heim úr vinnu á móti roki og regni, kílómetrarnir 10 voru farnir á 44:26 eða 4:25 tempói. Ég er sáttur við það því þetta var ekkert auðvelt. Um kveldið voru étin Svið að íslenskum sið.

Í dag var gaman, því veður var með besta móti. Fremur hlýtt í veðri, gola og tært loft eftir rigningu næturinnar. Dagsskammturinn var 17 km sem farinn var á tiltölulega jöfnum hraða, þó tók ég 3 góða rykki.

Vikan var 45,5 km. Ég er dulítið þreyttur í baki. Sennilega vegna þess að nú eru meiri hlaup á malbiki en áður og ég tók 3 hraðar æfingar í vikunni. Næsta vika verður rólegri, nema í Powerade að sjálfsögðu.

Ég skipti skónum sem ég keypti hjá Daníel í Afreksvörum og fékk 1060 skóna. Hinir voru eitthvað að angra mig og þessir eru mun betri. Þjónustan var til fyrirmyndar og þarna versla ég aftur.

Engin ummæli: