fimmtudagur, nóvember 16, 2006

Einn með sjálfum mér

Strætó var seinn, svo ég missti af félögum mínum í skokkhópnum. Reyndar grunar mig að mætingin hafi verið dræm (jafnvel engin) vegna veðurs (norðan strekkingur og 5 stiga frost). Það kom sér því vel að mér lyndir sérlega vel við sjálfan mig. Ég fór litla Garðabæjarhringinn með afbrigðum. Tók 4x300-500 m brekkuspretti undan vindi og einn kílómetra áfanga eftir flötunum (tempó 3:34). Ég klæddi mig eftir veðri, var í flíspeysu undir vindjakkanum og með skíðahanska, mér var því aldrei kalt. Samtals hljóp ég 11 km í dag. Brekku og áfangaæfingar eru þess eðlis að þær ganga nær mér en löngu æfingarnar eða styttri á jöfnum eða vaxandi hraða. Ég hef þá trú að ein áfangaæfing í viku sé nauðsynleg ef maður vill bæta sig í 5 - 10 km hlaupi. Þær eru til þess fallnar að auka hraða í fótum og bæta sprettþolið, sem kemur sér sérstaklega vel síðasta 1 - 1,5 km í hlaupi. Ég stefni á að taka amk. eina slíka æfingu í viku.

Engin ummæli: