Í gær (Laugardag) var fallegt vetrarveður og hægur vindur. Ég var ekki alveg í stuðinu um morguninn að fara í hlaupahópinn, en fór 12 km sídegis á meðan lærið var í ofninum. Meðaltempó var um 5 min/km og engin þreyta í mér eftir powerade. Við keyptum lambaket frá Austurlambi og erum ekki svikin af því. Lærið bragðist dásamlega og gott að fá prótein svona stuttu eftir hlaup.
Vikuskammturinn var 29 km
sunnudagur, nóvember 12, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli