miðvikudagur, nóvember 22, 2006

Dagur hlaupabrettisins

Ég fór í hádeginu á hlaupabretti. Ég er ekkert sérstaklega hrifinn af þessum tækjum, finnst meira gefandi að hlaupa úti við. Hluti af upplifuninni er nefninlega að njóta náttúrunnar sem Guð skapaði og handverks mannanna. Ilmur af birki, rjúpa á steini, svell á vatni, kaldur norðangarri, lárétt rigning, fallegur garður, vegaframkvæmdir, húsaviðgerðir, jólaseríur í gluggum og tunglskin eru allt hlutir sem þeir sem svitna á hlaupabretti fara á mis við.
En sem sagt þá fór ég á svona tæki í dag og lét mér duga 5 km á mesta hraða sem brettið bauð upp á (16km/klst = 4:45 mín/km). Þetta reyndist mér léttara en ég átti von á og geri ég þetta aftur við tækifæri.

Engin ummæli: