miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Brrrrrrrrrrrr

Í gær var kalt, hlaupahópurinn joggaði í rólegheitum litla Garðabæjarhringinn, fullrólega kannski því mér var kalt og átti erfitt með að koma hita í kroppinn. Fingurnir voru eins og grýlukerti og ég fékk ekki hita í þá fyrr en eftir 35 mínútna hlaup. Afrakstur dagsins var 12 km á rúmlega 5 mínútna meðaltempói.
Á mánudag hljóp ég mitt eigið "Hlaupið undan vindi" hlaup úr vinnu og heim. Vonandi næ ég 40 km þessa vikuna, en á laugardaginn verður ekki þverfótað fyrir íþróttaviðburðum hjá börnunum mínum, svo hlaupin verða að víkja er ég hræddur um. Það verður bara gaman...

Engin ummæli: