fimmtudagur, janúar 04, 2007

Innipúki....

Ég daðra við hlaupabretti þessar vikurnar. Í gær hljóp ég 1 km upphitun og 5 kílómetra á brekkuprógrammi þar sem hlaupið var í 2 mín/0% halla + 2 mínútur/5% halla, þetta gerði ég á stöðugum 4:36 min/km tempói.
Í kvöld fór ég niður í Ásgarð og tók 7 km á brettinu, sem skiptist þannig:
  1. Upphitun - 2 km á 5:00 tempói
  2. Píramídinn 3,3 km á 18 mínútum á erfiðleikastigi 9 , reyndar jók ég hraðann talsvert um miðbik. Næst prófa ég erfiðleikastig 10.
  3. Hratt á 0% halla 2,7 km á 10 mínútum. Byrjaði á 4:00 og jók hraðann jafnt og þétt niður í 3:20.

Á milli setta fór ég í tækin og tók maga, brjóst og handleggi. Teygði vel í heita pottinum á eftir.

Engin ummæli: