sunnudagur, janúar 14, 2007

Gæðaæfing

Það var fjölmennur hópur sem lagði upp frá sundlaug Garðabæjar að morgni laugardags. 12 manns og ein tík fóru í halarófu upp í Heiðmörk og pjökkuðust áfram í þungu færi. Veðrið var gott, vægt frost, gola og smáhríð öðru hvoru. Það var sérstök stemming að hlaupa í gegn um fallegan furulund í hríðarkófinu. Askja mín var alsæl í snjónum lagði að baki talsvert lengri leið en ég. Þegar út á veg var komið stóðumst við Grétar ekki mátið og tókum nokkra hressandi hraðaaukningar. Að hlaupa í svona færi reynir allt öðruvísi á mann en venjulega. Ökklar og kálfar styrkjast sérstaklega og hraðaaukningarnar upp og niður brekkur taka hressilega í lærvöðva. Það sat í mér þreyta eftir Powerade hlaupið og var ég þægilega þreyttur það sem eftir lifði dags. 13,8 km lagaðir að baki í dag og vikan samtals 33 km. Þetta var góð vika og erfiðari en kólómetrafjöldinn segir til um. Nýliðarnir í hópnum eru efnilegir og það verður gaman að kljást við þá þegar líða tekur á árið.

Engin ummæli: