þriðjudagur, janúar 09, 2007

Veikasti hlekkurinn

Joggaði rösklega heim úr vinnu 9,2 km á 40:30. Kalt í veðri, en stillt. Ein tánöglin datt af þegar ég var að snyrta þær. Táin er búin að vera að angra mig síðustu daga og endaði á þennan veg. Þetta þykir mér leitt, en sennilega er skynsamlegt að taka smá hlé frá hlaupum.

2 ummæli:

Gisli sagði...

Smá hlé þótt ein nöglin detti af? Ég hef mest misst fjórar í einu eftir eitt undirbúningshlaup fyrir Laugaveg og var hæstánægður með það, því þá flækjast þær ekki fyrir manni á meðan.

Bjarnsteinn Þórsson sagði...

Þetta var minna en á horfðist og 2 daga hvíld kappnóg.