Um áramót er til siðs að líta yfir farinn veg síðustu 12 mánaða og horfa fram til næstu 12. Heilt yfir er ég sáttur við árið. Það byrjaði ekki vel þar sem ég fór illa í bakinu á aðventunni og byrjaði ekki að hlaupa af viti fyrr en í mars. Ég kom mér í ágætis form og hljóp Heilsuhlaup Krabbameinsfélagsins á 40:20 í strekkingsvindi. Um hvítasunnuhelgina slasaðist ég aftur í baki og var frá í 3 - 4 vikur af þeim 0rsökum. Ég æfði vel í sumarfríinu, sérstaklega þegar við fórum á vestfirðina. Meðal annars fór ég inn og út Reykjarförðinn 23 km og upp á Breiðdalsheiði 2 dögum síðar 22 km. Í kjölfarið fórum við til Svíðjóðar og tókst mér að hlaupa sæmilega þar, þrátt fyrir merltingarfæratruflanir með tilheyrandi vökvatapi. Selfosshlaupið voru vonbrigði þar sem ég ætlaði að ná undir 40 mínútum, en veðrið gerði þann draum að engu. 3 km endasprettur í strekkingsmótvindi var of mikið fyrir mig. Ég hljóp 1/2 maraþon í haustmaraþoninu á 1:26:57 og var ég alsæll með það. Einnig hljóp ég 3 poweradehlaup á þokkalegum tímum. Árið endaði svo með stæl á 39:26. Þar með var aðalmarkmiði ársins náð.
Árið sem er að ganga í garð er óskrifað blað, en ég stefni á að bæta besta árangur minn í 10 km götuhlaupi. 38:21 er tími sem er viðmiðið þetta árið. Það verða liðin 10 ár frá því að ég náði þessum árangri og er því viðeigandi að reyna að bæta það. Svo stefni ég á að fara niður á 1:24 í hálfu og debútera í heilu (ég gef ekki upp áætlaðan tíma).
mánudagur, janúar 01, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli