þriðjudagur, janúar 23, 2007

Strákarnir okkar.....

Strákarnir okkar spiluðu á röngunni í gær, en réttunni í dag. Ég vara samt við of mikilli bjartsýni, því það þarf að halda mótið út. Frakkaleikurinn var sigur varnarinnar með þá Alexander, Sigfús og Sverri í broddi fylkingar og Birki í geigvænlegu stuði í fyrri hálfleik.

Læddi mér á brettið eftir leikinn og tók brekkupýramídann. Byrjaði á erfiðleikastigi 10, en fann fljótt að ég var ekki í stuði í kvöld og þurfti að minnka hraðann í brattasta kaflanum. Náði þó að fara 3.35 km á þessum 18 mínútum og samtals 5 km þegar upphitun er meðtalin. Púlsinn var > 180 í 14 mínútur og telst þetta því vera góð sýruæfing. Viktin sýndi 68,5 og verð ég að fara að taka mig á til að koma henni niður í 65 fyrir maí eins og yfirlýst markmið er.

Engin ummæli: