laugardagur, janúar 06, 2007

Langur laugardagur

Það var mjög gott hlaupaveður í dag, vægt frost og hægur vindur. Hlaupahópurinn var óvenju vel mannaður í dag, þar sem þrír fræknir nýliðar mættu. Allt eru þetta menn sem hafa stundað boltaíþróttir af kappi á yngri árum (án þess að ég sé að gefa í skyn að þetta séu aldraðir menn, enda yngri en ég). Hlaupið var upp með læknum og upp í Heiðmörk. Nýliðarnir skildu við okkur hjá mastrinu, en ég, Gísli, Sveinn og Grétar fórum lengri leiðina heim. Samtals hljóp ég 21 km á 2 kls og 2 mínútum, meðal púls var 142bpm. Það er langt síðan ég hef hlaupið svona langt og situr þetta rólega hlaup því meira í mér en ella.
Samtals hef ég því hlaupið 45 - 46 km í þessari viku.

Engin ummæli: