fimmtudagur, janúar 18, 2007
Seint telst ég sundmaður góður...
Ég hef aldrei verið þekktur fyrir sundfimi, þó ég teljist þokkalega syndur. Skriðsundið hjá mér er mikill bægslagangur og notast ég því mest við bringusundið og baksundið. Ástæðan fyrir því að ég er að básúna þetta er, að ég synti í kvöld heila 1100 metra á sléttum hálftíma. Lengra hef ég aldrei synt í einu. Þetta kom ekki til af góðu, því ég ætlaði á brettið. Ég uppgötvaði svo að ég hafði gleymt stuttbuxunum heima Þar sem ég er spéhræddur maður og annt um mannorðið, kunni ég ekki við að hlaupa á sundskýlunni. Sundið tók þokkalega í, þar sem ég er ekki vanur slíkri hreyfingu í þessu magni. Í heild er ég sáttur við afrekið og mikið var gott að svamla í heita pottinum á eftir.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli