föstudagur, febrúar 09, 2007

Powerade #5

Ég telfdi fjöltefli við páfann framan af degi, og var ekki viss um hvort ég kæmist í hlaupið. Það skánaði allt þegar leið að kveldi, svo ég ákvað að láta slag standa. Kom upp í Árbæjarlaug kl 19:50 og rétt náði að skrá mig og heilsa þeim sem vildu kannast við mig.
Veðrið var frábært, vægt frost og þéttur snjór á stígum. Ég hljóp án hálkugorma og reyndist það rétt ákvörðun, því snjórinn var stamur. Tempóið var nokkuð jafnt miðað við hvað brautin er hæðótt. Ég var sprækur framan af og var að mér sýndist í c.a. 10 sæti þegar 3 km voru að baki. Þá var þreytan aðeins farin að segja til sín og 3-4 jogguðu framúr mér á 4. kílómetra. Eftir það fór ég fram úr einum og einn fram úr mér. Rafveitubrekkan var erfið, en þó ekki eins og í fyrstu tveim hlaupunum, svo ég tali nú ekki um í fyrra. Trausti Valdimarsson dró verulega á mig í brekkunni svo ég þurfti að gefa vel í síðasta kílómetrann. Sem betur fer keyrði hann sig út í brekkunni, þannig að ég náði að hafa hann á síðustu 500 metrunum. Tíminn var 41:45 og meðaltempó því 4:11. Garmurinn var óvenju nákvæmur, og mældi hann vegalengdina 9,99 km. Það bar helst til tíðinda að félagi Þórólfur var á eftir mér, en mig grunar að hann hafi slegið slöku við æfingar eftir að hann gerðist pabbi.

Engin ummæli: