föstudagur, febrúar 23, 2007

Nútíminn er trunta....

Nútímáþjóðfélag er drifið áfram af dugnaði, og er ég þar engin undantekning. Sökum anna í vinnu og einkalífi hefur hlaupahópurinn orðið að víkja um sinn. Ég vona þó að á því verði nú breyting. Ég hef notað aðstöðuna í íþróttamiðstöðinni okkar garðbæinga á kvöldin. Þar eru mjög góð hlaupabretti sem komast yfir 22 km/klst (sem er meira en heimsmetshraði í hálfu maraþoni).
Skammtur kvöldsins var tæpir 7 km, sem samanstóð af 2 km upphitun á 5:00 tempói, brekkupýramída (3,4 km) og hröðum 1,2 km. Ég var ekki eins sprækur og síðast þegar ég tók þessa æfingu og hægði á mér um miðbik. Sennilega sitja hlaup helgarinnar enn í mér.

Engin ummæli: