Ég tók mér góða hvíld á Sunnudag og Mánuda og sleikti sárin. Ég hef ákveðið að líta jákvæðum augum á aulaskapinn í mér á laugardaginn og líta svo á að ég hafi grætt einn kílómetra !!
Í gær mætti ég í hlaupahópinn og þar var farið rólega og yfirvegað 11 kílómetra á 5:10 tempói að jafnaði. Þægilegt hlaup og góður félagsskapur. Ég hjólaði í vinnuna í morgun og síðan heim á eftir. Ætli það losi ekki 20 kílómetra.
Nú fer ég að hlaupa meira útivið með hækkandi hita og sól. Næstu tvo mánuðu stefni ég á að hlaupa eins mörg götuhlaup og ég get. Þau hlaup sem ég stefni á eru:
12.04.2008 - Flóahlaup UMF Samhygðar
24.04.2008 - Víðavangshlaup ÍR
01.05.2008 - 1. maíhlaup Fjölnis og Olís
08.05.2008 - Icelandair hlaupið
17.05.2008 - Neshlaup TKS
29.05.2008 - Heilsuhlaup Laugaskokks og Landsbankans
07.06.2008 - Húsasmiðjuhlaupið
Þetta gera 7 hlaup á 9 vikum og ég geri ráð fyrir að ná allavega að hlaupa 5 af þessum hlaupum.
Draumurinn er að hlaupa 10 km undir 39 mín, 5 km undir 18:30 og icelandair hlaupið undir 26. Hvort hann rætist kemur í ljós síðar.
miðvikudagur, apríl 02, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli