laugardagur, mars 29, 2008

Hrakfarir....

Mér er tregt um tungu í dag.

Ég fór hálfa maraþonið á 1:35:15 og er hundsvekktur, ég get þó huggað við mig það að ég hef tapað á að giska 3-4 mínútum þegar ég ásamt Gunnari Páli Jóakimssyni villtist við Nauthól á bakaleiðinni. Við fundum ekki réttu leiðina inn á loftleiðalykkjuna fyrr en eftir japl jaml og fuður. Þarna brást framkvæmd hlaupsins að mínu mati, þar sem þarna eru talsverðar framkvæmdir og ekki alveg augljóst fyrir ókunnuga hvar á að beygja út af göngustígnum. Það hefði verið gott að hafa þarna einn brautarvörð.

Veðrið var ágætt, en frekar kalt og vindasamt á smá kafla. Hlaupið gekk nokkurnvegin eftir áætlun fyrstu 10 kílómetrarnir voru á 42:00 eða 4:12 tempói. Heldur fór að draga af mér seinni hluta hlaupsins, en ég hélt þó þokkalegu tempói. Ég dró uppi Gunnar Pál þegar 7,5 kílómetrar voru eftir, eða rétt áður en við komum að þessari fyrrgreindu beygju inn á lykkjuna. Ég var orðinn mjög stífur og sýrður í lærum og hljóp því síðustu 7 kílómetrana meira af vilja en mætti, enda hlaupagleðin fokin út í veður og vind. Ég hafði þó af að taka endasprett síðustu 150 metrana.

Ég geri ekki ráð fyrir að hafa náð undir 1:30 í eðlilegu hlaupi, en örugglega undir 1:32. Ég er því þokkalega sáttur samkvæmt ánægjustikunni.

Þetta er met vika í kílómetum talið, 58 kílómetrar í húsi.

Engin ummæli: