Ég hef verið bísna latur við þetta blogg síðan í September. Ástæðan er einföld, ég lennti í meiðslum og kom mér ekki almennilega í gang fyrr en um áramótin.
Ég strengdi mér það áramótaheit að fara fyrr að sofa á kvöldin, sem ég hef nokkurn vegin staðið við. Svo keypti ég mér þriggja mánaða kort í World Class og hef samviskusamlega mætt þangað þrisvar í viku. Mér leiðast lóðalyftingar og finn að þetta er að fara að verða gott. Ég þarf bara að þrauka 4 vikur í viðbót.
Ég ákvað að vera skynsamur og fara mér hægt í hlaupin. Byrjaði mjög rólega á bretti um miðjan janúar og hef smám saman aukið magnið. Ég fann fyrir smá þreytu í hné framan af, en er gersamlega einkennalaus í dag.
Ég tók svo þátt í tveimur innanhússmótum í febrúar og mars. Fyrst meistaramóti Íslands í öldungaflokki þar sem ég hljóp 60 metra á 8:58, sem ég er mjög sáttur við miðað við að ég kann ekkert á svona hlaup. Síðan hljóp ég 200 metra og 800 metra með 15 mínútna millibili. Tímarnir voru 28:49 og 2:40,42. Ég var nett sýrður í 800 metrunum eins og tíminn gefur til kynna. Ætli ég eigi ekki að geta hlaupið þetta á 2:25 eins og ástandið á mér er í dag. Daginn eftir fór ég 3000 metrana á 10:53,50. Ég er mjög sáttur við þann tíma miðað við ástundun undanfarinna vikna.
Á þriðjudaginn var plataði Steinn mig á brautina og tók ég 3x400, 1x200, 1x300, 5x200 og 1x800. Tímarnir á 200 voru um 34-36 sek, 300 á 52, 400 á 73-75 og 800 á 2:44. Mér leið nokkuð vel eftir þetta.
Nú um helgina tók ég svo þátt í NM öldunga innanhúss og hljóp 3000 metra á 10:48,17 og 1500 metra á 4:58,87. Ég fór allt of bratt í 3000 metrana og hef örugglega glatað þar 10 til 15 sekúntum. 1500 metrarnir voru teknir af meiri skynsemi eins og tímarnir gefa til kynna. Ég hlaut brons í báðum hlaupum.
Framtíðin er óviss, en ég stefni á að æfa betur á brautinni í framtíðinni og einbeita mér að 1500 - 10000 metrum.... og reyna að forðast meiðsli
mánudagur, mars 03, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli