þriðjudagur, mars 25, 2008

Blöðrur á þriðjudegi

Ég skrapp niður í Ásgarð og hljóp samtals 10 kílómetra í tveimur lotum. Fyrri lotan var á 25 mínútum, byrjaði í 6:00 tempói og endaði í 4:34. Seinni lotuna tók ég 1. 3. og 5 á 5:00 tempói og 2. og 4. á 4:42. Ég var nokkuð sprækur miðað við æfingu gærdagsins, en fékk samt risastóra blöðru á vinstri stóru tá. Nú tek ég því rólega fram að helgi ... en þá er ég að spá í að spreyta mig á hálfu maraþoni. Ég hef enga tilfinningu fyrir hálfmaraþon forminu en ánægjuskalinn er eftirfarandi:


Meira en 1:35 - Svekktur og fer ekkert í felur með það
Minna en 1:35 - Svolítið súr, en ber mig mannalega
Minna en 1:33 - Sæmilega sáttur og ekki loku fyrir það skotið að ég brosi út í annað
Minna en 1:30 - Mjög sáttur
Minna en 1:26:56 - Verulega ánægður, enda bæting. Ég mun bjóða Gísla ritara upp á hákarl ef þetta gerist
Minna en 1:25 - Ég mun mæta í næsta sjósundtíma á miðvikudaginn eftir viku (og bjóða Gísla upp á hákarl)

Engin ummæli: