Ég er farinn að hlaupa úti og finn að hlaupaformið er allt að koma til.
Á föstudaginn fór ég með vinnufélögum mínum í 8,5 kílómetra hádegisskokk. Það var farið rólega yfir eða á 50 mínútum rétt tæpra 6 min/km. Þetta var afar þægileg og svitalaust að mestu.
Í gær (sunnudag), hljóp ég í blíðskaparveðri út á Álftanes. Kílómetrarnir 15 voru farnir á 67:15 sem gerir meðaltempó upp á 4:29. Mér leið vel og fann engin eymsli af neinu tagi. Ég var reyndar frekar þreyttur seinna um daginn, en það skrifast að hluta til á það að ég var að vinna aðfaranótt laugardags.
Í morgun tók ég tækin í World Class með áherslu á fætur. Ég er í þokkalegu ástandi þar. Upphitun var 3 km á skíðavél og eftir lyftingarnar hljóp ég 2 km á 3:45 tempói og 1 km á 12. Samtals 6 km í dag....
Hvað morgundagurinn ber í skauti sér veit ég ekki, en stefnan er tekin á 10 kílómetra sport prógramm á level 4, hraða 13,3 km/klst (4:30).
mánudagur, mars 17, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli