Ég fór snemma að sofa í gærkveldi, því ég hafði verið að vinna frameftir nóttina áður. Ég var því vaknaður fyrir klukkan 5 í "morgun". Tók góða brettaæfingu í ræktinni. Tíu mínútur í upphitun og 10 kílómetra á brekkuprógrammi samtals 12 km. Hraðinn var 4:30. Ég byrjaði á level 5, en sá fljótt að ég gæti ekki haldið þessum hraða. Ég ákvað að halda frekar tempóinu og lækkaði mig því niður í level 3 og svo 1. Niðurstaðan eftir þessa æfingu var:
Tími: 44:58
Meðalpúls: 173 bpm
Hækkun: 101 m
Ég svitnaði heil ósköp. Þessa æfingu ætla ég að gera vikulega, og reyna að halda þessum hraða á level 2.
Nú ætla ég að fara að hlaupa meira, og lyfta minna. Stefnan er tekin á 2 hlaupaæfingar á bretti, ein úti og ein á braut. Svo lyfti ég 1-2 í viku.
miðvikudagur, mars 05, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli