laugardagur, maí 12, 2007

Langur Laugardagur

Ég fór út rétt fyrir 8 í morgun og hljóp inn í Heiðmörk í morgunsvalanum tæpa 11 kílómetra á rólegu tempói, kom heim klukkan 9 og ræsti Árna son minn, því hann átti að mæta á knattspyrnuæfingu hálftíma síðar. Mætti niður í Ásgarð á slaginu hálf tíu og fór aðra ferð upp í heiðmörk með hlaupahópnum. Það var fjölmenni eða 13 manns og er vonandi að það haldi áfram að fjölga í hópnum. Veður var gott þurrt og hóflegur vindur, það er gott að hafa skjól af norðanáttinni í Vífilstaðahlíðinni. Samtals hljóp ég 28 kílómetra í dag, mestallt rólegt (5:30 - 6:10 tempó), en lét freistast að skeiða niður fyrir 4 mínútna tempó niður að hliði (c.a. 2 km). Núna líður mér vel. Vikuskammturinn 64,5 kílómetrar, sem er að ég held með því mesta sem ég hef afrekað hingað til. Dagskrá það sem eftir er dagsins:

1. Kíkja í kosningakaffi Sjálfstæðismanna
2. Fara niður í bæ að skoða risessuna
3. Kjósa rétt
4. Snæða síðbít
5. Horfa á austur-evrovision og kosningasjónvarpið. Sukka í snakki og gosi á meðan

Að gersamlega í aðra sálma þá er hér spá mín um kosninganiðurstöður:

B: 10%
D: 37%
F: 6%
I: 4%
S: 26%
V: 17%

Sjálfstæðismenn og Samfylking mynda stjórn eftir að stjórnarmyndunarviðræður kaffibandalagsins fara út um þúfur vegna prinsippfestu VG.

Nú er bara að sjá hvernig þetta gengur eftir

Engin ummæli: