Veður fer sífellt batnandi þessa dagana, hitastig stígur hvern dag og hægist á vindi. Í dag var Yasso dagur í Kaplakrika. Gísli var hjólandi og er enn ekki búinn að jafna sig í lærinu. Vonandi nær hann þessari óværu úr sér hið fyrsta.
Ég var léttklæddur, en þó vel innan siðsemismarka. Ég fékk félaga í Yasso sprettunum, Jason fylgdi mér 7 spretti, en Helge 3. Þetta eru menn sem ættu að geta farið 10 km undir 40 fyrir sumarlok ef þeir æfa eins og menn. Mig grunar reyndar að Jason sé tilbúinn til þess núna. Það er mikill munur að hafa einhvern á sama tempói á svona æfingum. Samtals 17,5 kílómetrar í dag.
Sprettirnir voru sem hér segir (hvíldarskokktíminn í sviga)
1. 2:59 (2:52)
2. 3:00 (2:52)
3. 2:57 (2:48)
4. 2:56 (2:52)
5. 2:55 (2:58)
6. 2:54 (2:47)
7. 2:54 (3:11)
8. 2:59 (2:45)
9. 2:59 (2:43)
10. 2:55
Síðan tók ég einn 400 metra sprett í lokin á 1:23 upp á grínið (because I can ;).
Mér leið vel allan tímann og var aldrei alveg að klára mig. Ég er því mjög ánægður með formið á mér þessa dagana og hef ekki komið eins vel undan vetri í 10 ár.
Svo vil ég að endingu leggja það til að við hættum þáttöku okkar í Evróvision. Þetta er eitt stórt samsæri sem við fáum því miður ekki að taka þátt í.
fimmtudagur, maí 10, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli