miðvikudagur, maí 30, 2007

Er gaman að horfa á málningu þorna ?

Það fer eftir því hvar málningin er. Ég notaði hvítasunnuhelgina til að mála húsið mitt og þá er gaman að upplifa það ævintýri þegar málningin þornar ;) Húsið sem fyrir viku var skellótt er nú orðið fagurhvítt. Næstu dagar fara í að mála glugga og handrið og þessháttar smotterí. Eiður langhlaupari Aðalgeirsson hjólaði framhjá húsinu mínu ásamt eiginkonu sinni til margra ára henni Línu og Anítu dóttur þeirra. Leið þeirra lá um Löngufitina. Hann kallar Kára Stein Karlsson millivegalengdahlaupara, af því að hann hefur aldrei farið heilt maraþon !! Það sýnir bara að allt er afstætt. Hann var að klára 100 kílómetra hlaup í Amsterdan

Vegna þessa hefur lítið verið hlaupið, ég fór þó á brettið á föstudag og hljóp 7 kílómetra. Byrjaði á 3 kílómetra upphitun, tók síðan 3 kílóetra á 3:30 - 3:40 tempói og skokkaði svo niður 1 kílómtetra. Vikan sú gerði sig því á 25 kílómetra, sem er full lítið fyrir minn smekk.

Í gærkveldi reimaði ég á mig hlaupaskóna og skeiðaði niður í krika. Tók þar 5x1000 metra með 200 metra rólegu joggi og mínútu hvíld. Tímarnir ekkert til að hrópa húrra fyrir. Tímarnir voru 3:39, 3:34, 3:33, 3:32 og 3:31. Samtals 12 kílómetrar lagðir að baki.

Engin ummæli: