sunnudagur, júní 03, 2007

39:59

Heilsuhlaup Laugaskokks og Landsbankans fór fram í dag og tók ég þátt. Það var hlýtt en talsverður vindur. Ég byrjaði frekar hratt og ætlaði að sjá til hvað ég entist. Það gekk ágætlega til að byrja með, en jafnt og þétt dró af mér. Ég tók glæsilegan endasprett þegar ég sá að ég átti möguleika á að skríða undir 40 mínúturnar. Hvattur áfram af starfsmönnum hlaupsins tókst mér að skríða svona líka nett undir þær. Annars voru kílómetrarnir 10 hlaupnir á eftirfarandi tímum:
3:44, 3:42, 4:04, 4:12, 4:14, 3:57, 3:59, 3:59, 4:20, 3:50.

Framkvæmd hlaupsins var frábær og eiga Laugaskokkarar þakkir skildar.

Ég er sáttur miðað við veður og slælega ástundun síðustu vikna.

Engin ummæli: