Veður er með besta móti þessa dagana til hlaupa og almennrar útivinnu, þ.e. stillt, hófleg sól og temmilegur hiti. Skokkaði heim úr vinnu á rétt rúmum 38 mínútum. Þar fyrir utan var stunduð garð- og málningarvinna. Framundan er Skagamótið í knattspyrnu, ég kemst því hvorki í Esjuhlaupið né Miðnæturhlaupið í ár. Í staðin verður skokkað á skaganum.
Í tilefni kvenréttindadagsins er rétt að óska konum til hamingju með daginn. Heldur fannst mér vera lítil stemming á Austurvelli þegar ég lagði af stað heim á leið. Hugsanlega voru þarna 50 - 70 manns (kvenns ??) með Kristínu Ástgeirsdóttur við gjallarhornið. Það vekur upp spurningar hvort jafnréttistbaráttan sé á einhverjum villigötum. Mín skoðun er ekki fastmótuð, en í mínum huga er jafnrétti það að allir fái sömu tækifæri óháð kyni, litarhafti eða trú. Á því eru þó augljósar undantekningar, t.d. kæmist ég seint í kvennakór, og heldur væri það ankannalegt ef múslími væri vígður prestur hinnar evangelísku lúthersku kirkju. Reynar grunar mig að þar innanborðs séu einhverjir trúleysingjar.
þriðjudagur, júní 19, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli