laugardagur, júní 09, 2007

Húsasmiðjuhlaupið 39:15

VIð feðgar tókum þátt í Húsasmiðjuhlaupinu í dag. Björn og Árni hlupu 3 kílómetra og ég 10. Björn varð annar í sínum flokki og hljóp á 14:00, Árni hljóp á 14:30, sem verður að teljast mjög góður árangur hjá ekki eldri dreng.
Sjálfur hljóp ég kílómetrana 10 á 39:15, sem er besti tími minn í mörg ár. Byrjaði að elta Þórólf og tókst það fram á 3. kílómetra, en þá seig hann framúr mér. 50 metrum fyrir aftan mig var Ívar Auðunn og hélst sá munur allt hlaupið. Þetta hélt mér við efnið og ég ætlaði ekki að láta hann komast of nálægt mér. Það tókst sem betur fer og kláraði ég hlaupið með nokkuð örugga forystu á hann. Nú er mánuður í næsta 10 kílómetra hlaup og þá vonast ég til að bæta þennan tíma talsvert. Í mínum villtustu draumum fer ég undir 38:00. Millitímarnir voru annars sem hér segir:

1. 3:37 3:37
2. 3:49 7:26
3. 4:01 11:27
4. 4:13 15:40
5. 4:26 20:06
6. 4:05 24:11
7. 3:49 28:00
8. 3:33 31:33
9. 3:46 35:19
10. 3:56 39:15


Engin ummæli: