fimmtudagur, júní 14, 2007

Tíu og hálfur Yasso

Ekkert var hlaupið á þriðjudag vegna slappleika. Húsasmiðjuhlaupið og æfingin á mánudag eiga líklega einhvern hlut að máli. Líklega hef ég ekki verið nógu duglegur að borða orkuríkan mat, því ég hef misst 1,5 kíló á einni viku. Ég hef því innbyrt sérlega mikinn mat síðustu tvo daga og líður mér mun betur.
Í hlaupahópinn bættust við tveir nýjir meðlimir, þau heita Anna og Árni. Ég gleymi þeim nöfnum líklega ekki því ég á tvö börn sem bera þessi fallegu nöfn. Í dag var Yasso dagur. Ég hljóp 10 slíka spretti og manaði svo Guðmund í einn 400 metra sprett í lokin (Gísli... má það ?). Tímarnir á sprettunum voru: 2:57, 2:59, 2:55, 2:54, 2:55, 2:55, 2:54, 2:56, 2:56, 2:53. Ég var kominn í netta endorfín vímu á síðasta spretti og reyndist hann mér í raun léttastur svo einkennilega sem það hljómar. 400 metra spretturinn var á 73 sek. Flesta sprettina hljóp ég á negatífu splitti, ég gaf örlítið í síðustu 200 metrana. Samtals voru hlaupnir 18 kílómetrar í dag.

Mér fann mig vel í dag. Ég hef þá trú að taka þátt í tveimur 10 kílómetra keppnishlaupum með viku millibili gerir mér gott. Nú er bara að missa ekki dampinn og ná amk. 4 æfingum á viku í sumar, þar af tveim með mikill ákefð, eina langa og eina til tvær léttar og þægilegar.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú ert greinilega að hlaupa upp. Allir sprettir eru góðir.