mánudagur, júní 11, 2007

Rykkir á Álftanesi

Ég mætti í hópinn minn í fyrsta skipti í allt of langan tíma. Gísli var þar kominn frá útlöndum, þar sem hann hefur dvalið í vellystingum. Hann kveðst nú reiðubúinn að tala inn á fleiri pókerþætti. Einnig voru þar fyrir þær stöllur Harpa og Inga. Teknir voru 6 rykkir, þar sem fjölbreytnin var í fyrirrúmi. Sumir voru upp í mót, en aðrir undan halla eða á sléttlendi. Helmingur rykkjana var á móti vindi og hinn með vindinn í bakið. Þetta gekk allt saman ljómandi vel, en ég er ekki frá því að laugardagurinn sitji örlítið í mér, samtals 11,5 kílómetrar í dag. Kvöldið notaði ég til að festa upp nýtt sturtusett og horfa á lokaþáttinn af Heros.

Engin ummæli: