föstudagur, júní 22, 2007

Allur að koma til

Í dag var Yasso dagur. Veður með eindæmum gott, hægur vestan andvari og 13 stig á mæli.
Tók 10 spretti og svo einn 400 metra í endann. Tímarnir talsvert betri en síðast allir á 2:51 eða 2:52 nema sá 9. var á 2:54 og 10 á 2:49. 400 metra spretturinn var farinn á 77 sekúntum, enda farið að draga af gamla manninum þegar hér var komið við sögu. Í fyrramálið skunda ég á skagann með yngsta soninn og horfi á hann iðka boltaspark. Mikil tillhlökkun á mínum bæ.

Engin ummæli: